Flýtilyklar
Barb Han
Mistök fortíðar
Lýsing
Travis Zucker hafði rænt hana aleigunni, svipt hana lífsviðurværinu og satt best að segja einnig virðingu. Hún hafði verið ung og saklaus þegar hún féll fyrir þessum mjög svo að laðandi manni sem hafði töfrað hana upp úr skónum frá fyrstu stundu.
Þegar Travis svaraði ekki textaboðum hennar á meðan fæðingarhríðarnar ágerðust stig af stigi hafði hún farið að óttast um eiginmann sinn. Hún var sannfærð um að hann hefði lent í skelfilegu bílslysi vegna þess að hún sá enga aðra skýringu á því að hann missti af fæðingu dóttur þeirra. Síðan hafði tekið við sautján klukkutíma erfiði við að koma barninu í heiminn með dyggum stuðningi móður hennar og loks áfall og skelfing þegar hún áttaði sig á að það væri núna á hennar ábyrgð einnar að ala önn fyrir þessu hjálparlausa kríli án þess að eiga bót fyrir boruna á sér. Þær Skylar höfðu flutt inn til móður Chelsea sem orðin var mjög heilsuveil. Það hafði því verið veruleg áskorun að sjá til þess að móðir hennar tæki lyfin sín á réttum tímum og ekki síður að þéna nægilega mikið til að greiða fyrir öll lyfin sem hún
þurfti að taka.
Chelsea hrópaði aftur á dóttur sína en fékk enn ekkert svar. –Mamma? hrópaði Chelsea upp tröppurnar til móður sinnar sem hafði ætlað að aðstoða Skylar við að klæða sig áður en hún færi á leikskólann. –Hvernig gengur þarna uppi?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók