Flýtilyklar
Barb Han
Myrkt Leyndarmál
Lýsing
Lisa Moore vaknaði með andfælum. Hún reyndi að setjast upp, en þá var eins og þúsund naglar væru reknir í hana og höfuðið hlutað sundur. Skær flúrljós blinduðu hana. Hún missti jafnvægið og skall aftur niður á stífa dýnuna. –Hana nú, farðu varlega. Áður en hún gat gert aðra tilraun til að setjast upp kraup Ryan Hunt hjá henni. Návist hans róaði hana mjög. –Hvað ertu að gera hér? spurði hún. Er hún leit í kringum sig sá hún að hún var á spítala. –Og hvað er ég að gera hér? –Ég kom um leið og hringt var í mig, sagði Ryan með sinni lágu, dimmu og heillandi rödd. Hún sá votta fyrir einhverri tilfinningu í augum hans sem hún áttaði sig ekki á. Ryan var hávaxinn maður og stæltur. Hann var ekkert lamb að leika sér við. Var það ekki áreiðanlega bara þess vegna sem henni fannst svona notalegt að hafa hann þarna? En hvað hafði eiginlega komið fyrir? Skyndilega mundi hún það og um hana fór heiftarlegur hrollur. Beckett Alcorn, sonur voldugasta mannsins í bænum, hafði ráðist á hana. Faðir hans hafði nýlega verið handtekinn, grunaður um þátttöku í barnsráni sem hafði skekið bæinn Mason Ridge í Texas fyrir fimmtán árum. Frést hafði að Charles Alcorn hefði tekist að flýja áður en yfirheyrslur byrjuðu og mikil leit væri gerð að honum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.