Flýtilyklar
Barb Han
Ofsóknir
Lýsing
–Takk fyrir að fylgja mér að bílnum Hamar. Brianna Adair veifaði í Jeff Hamm, kallaður Hamar, sem var dyravörður á barnum sem hún vann á, áður en hún settist í bílinn sinn. –Ekkert mál Brianna. Farðu varlega og mundu það sem við töluðum um, sagði Hamar og veifaði fingrinum til hennar. Hann var kannski hávaxinn og vöðvastæltur en hann var algjör kisi inn við beinið. Þar til einhver fór yfir strikið. Það var þá sem að hamarinn féll, þaðan fékk hann gælunafnið sitt. Hún lagaði baksýnisspegilinn og athugaði hvort hún sæi pallbílinn sem hún sá fyrir nokkrum dögum síðan. –Ef þessi hálfviti kemur aftur þá ferðu strax til löggunnar eins og þú gerðir áður. Hún setti bílinn í gang og blés hægt frá sér. Hún hafði ekki séð bílstjórann né númeraplötuna þannig að skýrslan hafði verið frekar þunn. Hún hristi óttann af sér sem hún fann aukast innra með sér og sagði sjálfri sér að hann kæmi ekki aftur í klessubílaleik. Hún lagaði spegilinn aftur og það eina sem hún sá var Hamar þegar hún keyrði í burtu. Stóri maðurinn stóð á planinu með krosslagðar hendur á meðan hún keyrði í burtu. Hjartað sló hraðar bara við tilhugsunina. En hún var staðföst manneskja. Hún hafði unnið á Cowboy Roundup í tvö ár og hún ætlaði ekki að leyfa einhverri fyllibyttu að hrekja sig úr vel borguðu starfi. Hún ætlaði sér samt ekki að vera barþjónn allt sitt líf. Hvað þá í langan tíma.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók