Flýtilyklar
Barb Han
Samsærið
Lýsing
Alyssa Haxel vaknaði til meðvitundar og fylltist skelfingu þegar hún komst að raun um að hún var innilokuð í litlu rými. Höfuðverkurinn varð allt að því óbærilegur þegar hún barðist við að reyna að muna hvar hún var og hvers vegna hún var þarna stödd. Hún fálmaði í kringum sig og þrýsti á veggina á allar hliðar til þess að kanna hvort þeir gæfu eftir. Efnið í þeim sveigðist þegar hún ýtti á þá en veggirnir gáfu ekki eftir. Þá hóf hún að þreifa eftir sprungum þar sem hún gæti mögulega náð handfestu en hreyfingarnar ollu henni sársauka. Hún gerði tilraun til að rétta úr fótleggjunum en tókst það ekki almennilega vegna þess hve lítið rýmið var. Hvar var hún eiginlega stödd? Hvað hafði eiginlega komið fyrir hana? Af hverju var lokuð inni í þessu litla rými? Hugur hennar var í þokumóðu og nístandi höfuðverkur hvolfdist yfir hana þegar hún reyndi að muna. Það var svartamyrkur allt í kringum hana. Hún gat engan veginn munað hvar hún hafði verið eða hvað hún hafði verið að gera áður en hún endaði hér... hvar sem hér nú var. Höfuðverkurinn versnaði þegar hún reyndi að rifja það upp. Magakrampi fékk hana til þess að hnipra sig saman og draga fótleggina nær kviðnum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók