Flýtilyklar
Barb Han
Spurt að leiklokum
Lýsing
–Með dyggri aðstoð rannsóknateymis Fort Worth hefur okkur tekist að rekja atburðina um það bil ár aftur í tímann, svaraði Zach.
Var heilt ár síðan þessi geðveiki náungi sem fengið hafði viðurnefnið Jacobstown refurinn hóf misþyrmingar og dráp á smádýrum þarna á svæðinu? Síðan hafði hann skipt um gír og byrjað að ráðast á kvígur á nautgripabúgörðum
í nágrenni bæjarins. Aðferðin var sú sama og áður... hann hjó vinstri afturfótinn af vesalings dýrunum þannig að þeim blæddi hægt og ró lega til dauða án þess að geta nokkra björg sér veitt. Dauðu kvígurnar höfðu hingað til flestar
fundist í nágrenni Rushing víkur sem var á landareign Kent búgarðsins. Öll dýr sem orðið höfðu fyrir barðinu á skíthælnum voru kvenkyns og kvenfólk á svæðinu því orðið verulega vart um sig. Núna nýverið hafði fyrsta konan
síðan orðið fyrir barðinu á morðingjanum...
Breanna nokkur Grisvold
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók