Barb Han

Tvíburinn
Tvíburinn

Tvíburinn

Published Desember 2022
Vörunúmer 354
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það var svo heitt í Austin að það var eins og gangstéttirnar væru að bráðna. Þetta var ekki óalgengt í ágúst en þetta yrði metdagur. Þrátt fyrir hitann þá var mikið af fólki í miðbænum. Summer Grayson hafði ekki tíma til þess að hugsa um svitann sem rann niður andlitið á henni né hversu mikið hún þurfti á vatnssopa að halda. Það eina sem hún gat hugsað um var að komast í burtu frá mönnunum sem voru að elta hana í gegnum fólksmergðina. Það voru tveir menn á eftir henni. Þeir horfðu stíft á hana. Hún var skotmarkið þeirra. Það skipti engi máli hversu mikið hún vildi komast í burtu, að lifa, þessir menn höfðu önnur plön. Voru þetta sömu menn og báru ábyrgð á hvarfi systur hennar? Hún hefði aldrei átt að þykjast vera tvíburasystir sín, Autumn. Hún hafði tekið áhættu með því að þykjast vera hún og það hafði greinilega ekki borgað sig. En hún þurfti að vera viss um að systir hennar væri á lífi, þó svo að hún fyndi það innst inni að svo var ekki. Lögreglurannsókn tók marga mánuði, stundum ár. Og í mörgum tilvikum fannst sökudólgurinn aldrei. Eftir að hafa kafað djúpt í þetta mál í tvo mánuði, þá var hún enn á sama stað og hún byrjaði. Þannig að hún ákvað að taka áhættu og þykjast vera systir sín. Hún varð örvæntingarfull og kom upp um sjálfa sig. Hún hægði á sér til þess að líta aftur fyrir sig. Það voru mistök. Annar maðurinn náði að komast nær henni þetta sekúndubrot. Sá sem var nær henni var lágvaxnari en hinn. Hann var sólbrúnn, ljóshærður og byggður eins og sundmaður. Hann var með langan búk og stutta fótleggi og klæddur í svart frá toppi til táar. Hann var líka fljótari að hlaupa. Hann var snöggur og grannur með varanlega skeifu á andlitinu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is