Barb Han

Vonin að vopni
Vonin að vopni

Vonin að vopni

Published Desember 2020
Vörunúmer 330
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Líklega var það adrenalínflæðinu að þakka en hún fann ekki til sársauka en hinsvegar fann hún enn fyrir áhrifum af litlausa vökvanum sem kjólfataklæddi náunginn hafði hellt upp í hana. Hún hafði sem betur fer áttað sig strax á því hann var að reyna að byrla henni eitthvað. Hún hafði kveikt á perunni um leið og bitur drykkurinn snerti tungu hennar og hafði auðvitað reynt að spýta honum út úr sér en kjólfataklæddi náunginn... af hverju mundi hún ekki hvernig hann leit út?... hafði hrundið henni upp að veggnum, neglt hana fasta þar með líkama sínum og síðan hellt úr glasinu
upp í hana. Hann hafði verið alveg ofan í henni en samt mundi hún ekki hvernig hann hafði litið út.
Ógeðslegt málmbragð í munni hennar og megn fnykurinn af rakspíranum hans hafði fyllt hana ógleði. Hann hafði rykkt höfði hennar aftur og reynt að þvinga hana til að kyngja köldum vökvanum sem honum hafði tekist að hella upp í hana. Á sama andartaki hafði herbergið byrjað að hringsnúast í kringum hana og Kelly hryllti við þegar hún mundi
eftir köfnunartilfinningunni sem greip hana. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is