Becky Wicks

Afleysingalæknirinn
Afleysingalæknirinn

Afleysingalæknirinn

Published Maí 2022
Vörunúmer 410
Höfundur Becky Wicks
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Jax Clayborn hlammaði sér á trébekkinn á skíðahótelinu og tók af sér lambhúshettuna. Á meðan hann fór úr skónum kom hann símanum fyrir á öxlinni á sér. –Segðu frá. –Tilkynningin barst frá Gallatinsýslu fyrir tuttugu mínútum. Karlmaður á sextugsaldri var einn á ferð á fjallahjólinu sínu þegar á hann var ráðist. Rödd Fenways, læknis í grunnbúðunum, var alvarleg og þung. –Eruð þið viss um að þetta hafi verið grábjörn? spurði Jax og fleygði skónum, jakkanum og húfunni inn í skápinn. –Það er bara nóvember. Þeir eiga að liggja í dvala núna. –Eitthvað hlýtur að hafa lokkað hann út. Mike fann fórnarlambið í vegkantinum. –Hvað var hann stór? Jax þekkti Mike, sem var landvörður og lögregluþjónn. Þeir fóru stundum saman á skíði. Hann þekkti hvern einasta heimamann í litla bænum í Montana og næsta nágrenni. –Björninn? Náunginn sagði að hann hefði verið næstum þriggja metra hár. Litlu munaði að hann rifi af honum handlegginn með hramminum. Ég veit að þú þarft að fara á flugvöllinn, en ég vildi segja þér þetta áður. Jax læsti gamla skápnum sínum og skundaði að dyrunum. Hann var orðinn of seinn á flugvöllinn. En flugvélar lentu svo sem aldrei á tilsettum tíma á þessum slóðum. Hann hugsaði um grábjörninn á meðan hann fór niður hlíðina í stólalyftunni. Svalt vetrarloftið hafði hreinsað lungun í honum þennan morgun. Aldrei þessu vant átti hann

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is