Flýtilyklar
Brauðmolar
Beverly Long
-
Tvöfeldni
mánuði. –Já, en það er mynd í bíó núna sem mig langar mikið til að sjá. Hún hristi höfuðið. –Bull. Þú veist að við Summer horfum yfir leitt á einhverja rómantíska þvælu á þessum degi og þú veist líka að hún er ekki væntanleg heim úr brúðkaupsferðinni fyrr en á morgun. Þú ert að hlaupa í skarðið. Hann trommaði á eldhúsbekkinn með þumlinum eins og gjarnan þegar hann var strekktur. –Hún var ómöguleg yfir því að vera í burtu. Ég lofaði henni þessu. Summer, tvíburasystir hennar, hafði gifst stóru ástinni sinni, Bray Hollister, fyrir nokkrum mánuðum. Þau höfðu frestað brúð kaupsferðinni þangað til börn Summer gætu tekið sér frí úr skólanum. Bray hafði skipulagt ferðina og Summer gat ekki spillt henni með því að segja honum að hún vildi fara heim degi fyrr. En Summer leið afar illa út af þessu. Þær Trish höfðu rætt málið. Trish hafði fullvissað hana um að allt yrði í besta lagi. Summer hafði verið nógu skynsöm til að nefna ekki að hún ætlaði að fá sér staðgengil. –Systir þín verður reið við mig ef ég geri þetta ekki rétt, sagði Milo. –Hvort ertu hræddur við hana eða kraftakarlinn, eiginmann hennar? –Bæði. Hún brosti. Milo var ekki hræddur við neinn. Frá því að hann hóf störf á kaffihúsinu höfðu þau lent nokkrum sinnum í erfiðleikum með viðskiptavini. Yfirleitt tókst Milo að lempa fólk til, taka utan um það og fylgja því út um dyrnar og fá það til að lofa sér því að koma aldrei aftur. Hann var tilbúinn að verja þau. Einu sinni þegar hann lá á eldhúsgólfinu að gera við eldhústæki hafði hún komið auga á ökkla
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eltingarleikur
Þriðjudagur kl. 16:00 Bray fór út úr flugvélinni í St. Louis, Missouri og rölti gegnum flugstöðina ásamt hinum farþegunum. Hann hafði sofið alla leiðina en það var ekki nema tveggja tíma flug frá New York svo blundurinn nægði alls ekki til að bæta upp svefnleysi undanfarinna þriggja mánaða þar sem hvíld, sem fór yfir fjóra tíma á nóttu, taldist lúxus. Þegar maður vann sem fulltrúi eiturlyfjalögreglunnar var lúxus ekki í orðaforðanum en nú átti hann fimm daga frí framundan, frí sem hann hafði svo sannarlega unnið sér inn eins og yfirmaðurinn orðaði það, til að vinna upp svefninn. Hann hafði verið ákveðinn í því í marga mánuði að fara til Missouri fyrir þakkargjörðarhátíðina. Hafði átt von á að Chase byði upp á kalkún í fínu en frekar líflausu íbúðinni sinni í St. Louis en alls ekki reiknað með að Chase flytti máltíðina á fjölskylduheimilið í Ravesville eða að hann hefði bætt einhverju við fríhelgina. Hann hafði verið kæruleysislegur, Bray vissi núna að hann hafði verið of kæruleysislegur, þegar hann spurði hvort Bray væri ekki til í að lengja dvölina fram á sunnudag. Bray hafði haldið að hann vantaði hjálp til að gera húsið klárt í sölu en næstum dottið af stólnum þegar Chase tilkynnti að hann ætlaði að ganga í hjónaband á laugardaginn, daginn eftir þakkargjörðina, og hvort Bray væri til í að vera svaramaður. Bray hafði hlegið og játað. Svo hafði Chase haldið áfram, greinilega ekki áttað sig á að Bray, sem var orðinn 37 ára, þurfti tíma til að jafna sig eftir svona áfall. Hann vildi kaupa fjölskylduheimilið, setjast að í Ravesville með Raney, eiginkonu sinni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Brúður á flótta
Cal Hollister lét yfirleitt ekkert stöðva sig, þar með talið veðrið, en þegar ískalt regnið var orðið að snjókomu sem varð að enn meiri snjókomu þannig að milliríkjavegurinn varð illfær varð meira að segja hann að viðurkenna að það væri kominn tími á að taka sér pásu. Hann var í klukkustundar fjarlægð frá Kansas City í Missouri og búinn að fylla bæði bensíntankinn og magann. Hann hallaði sér aftur í slitnu sætinu í básnum á veitingahúsinu, sem var vinsælt hjá vörubílstjórum, og horfði á sjónvarpið sem hékk uppi í horninu. Hljóðið var ekki á en á borðanum sem fór um skjáinn stóð: Vetrarhríð lamar miðvesturríkin. Cal hætti að lesa af sömu ástæðu og hann hafði slökkt á útvarpinu í bílaleigubílnum áðan. Honum var alveg sama. Ætlaði ekki að láta svolítinn ís og snjó stöðva sig. Hann var á leiðinni heim til Ravesville. Hugmyndin hafði skotið rótum eftir að Cal hafði talað við bróður sinn í síðasta mánuði og komist að því að Chase var að gera gamla húsið, sem þeir bræðurnir höfðu erft eftir móður sína, tilbúið á sölu. Chase hafði ekki beðið um hjálp. Hann gerði það aldrei og allra síst Cal en það var kominn tími til að breyta því. Cal hafði þá lokið sendiförinni og gert ráðstafanir til að komast heim til Bandaríkjanna. Það hafði tekið mánuð en loks var hann kominn, staddur í 150 km fjarlægð norðvestan við áfangastaðinn, rúmlega þremur vikum of snemma fyrir þakkargjörðarkvöldverðinn. –Búinn? spurði gengilbeinan sem átti leið framhjá básnum. –Þetta var mjög gott, sagði Cal. Konan hafði hvatt hann til að prófa rétt dagsins, svínasteik, og ekki síst ef hann væri að flýta sér. Hann var ekki á hraðferð en hafði farið eftir þessu. Hún brosti. –Ég veit það. Fólk verður alltaf hissa, reiknar ekki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Falin vitni
Chase Hollister heyrði farsímann hringja og dró koddann betur yfir eyrun. Síminn hringdi fjórum sinnum og svo fór símtalið í talhólf. Hálfri mínútu seinna hófust hringingarnar aftur. –Fjandinn, tautaði hann og kastaði koddanum burtu. Hann leit á númerið, sá að þetta var bróðir hans og teygði sig í símann. –Ég hef ekki sofið neitt í 28 tíma, sagði hann, –það er eins gott að þetta sé þess virði. –Brick er dáinn, sagði Bray. Chase settist upp í rúminu. Hann hafði ekki heyrt þetta nafn í rúmlega 8 ár. Það var lengra síðan hann hafði sjálfur tekið sér það í munn. –Hvernig? –Bílslys. Systir hans var með honum. Það var haldin tvöföld jarðarför fyrir nokkrum dögum. Chase hafði hitt eldri hálfsystur stjúpföður síns einu sinni eða tvisvar. Hann mundi að hann hafði fundið á sér að það væri eitthvað skrýtið við hana þó að hann hefði bara verið unglingur. Genamengi fjölskyldunnar var slæmt. –Meiddust einhverjir aðrir? spurði Chase. –Nei. Einn bíll, Brick og Adelle voru þau einu sem voru í honum. Brick var á leiðinni til læknis. Chase lagðist niður aftur. Honum var sama um smáatriðin. –Ég ætla aftur í rúmið. –Lögfræðingur mömmu hringdi, sagði Bray. –Við eigum húsið. Chase sveiflaði sér fram úr rúminu með lipurri hreyfingu. Berir fæturnir lentu á mjúkri mottunni, svo gekk hann eftir gljáfægðu parketgólfinu eftir ganginum og inn í eldhús. Tjöldin voru dregin upp og hann nakinn. Honum var alveg sama. Varð
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Brotlending
Brody Donovan hagræddi sér í sætinu og gerði sitt besta til að rétta úr löngum fótleggjunum. Unga myndarlega konan í sætisröðinni við hliðina, brosti til hans.
–Langt flug, ekki satt? sagði hún.
Langt flug, seinkun flugtaks og fjandanum órólegra flug síðustu tuttugu mínúturnar. Hann leit á úrið sitt og reiknaði lauslega í huganum hve langan tíma hann hefði til að ná tengifluginu. –Já, svaraði hann kurteislega og lokaði síðan augunum til að losna við frekari samræður. Hann hafði enga löngun til spjalls. Friður og ró var það sem hann var á höttunum eftir. Næstu tíu dagana ætlaði hann að njóta þagnarinnar og gleyma öllu um niðurgrafnar jarðsprengjur, málmbrot á kafi í hörundi og þjáningum fórnarlamba stríðshrjáðra landa sem hann hafði unnið við að lappa saman síðustu árin. Hann hafði í hyggju að gleyma stríðinu með öllu og ímynda sér að öll dýrin í skóginum gætu verið vinir.
Fyrirhugaður áfangastaður kallaði á smávægilega lykkju á leiðinni en hann lét sig hafa það. Beint flug frá Miami til höfuðborgar Brasilíu, síðan minni vél um klukkutíma í norðurátt til staðar þar sem hvítur sandur, fagurblár sjór og ískalt romm beið hans. Húsið hafði Mack McCann vinur hans útvegað honum. Greiðalaun, hafði vinur hans sagt. Fyrir aðstoð hans við að bjarga lífi Hope Minnow. Þegar Mack fékk fregnir af því að Brody hefði í huga að fara í frí til Suður Ameríku án þess að hafa ákveðinn áfangastað í huga, þá brást hann skjótt við með því að innheimta einn greiða hér og annan þar og skyndilega stóð Brody til boða strandhús í Brasilíu.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Ofsótt
Mack McCann þurrkaði svitann úr augunum og teygði sig í
kaldan bjórinn. Hann hafði verið að pússa fjalir í þessari
óvenju heitu vorsól, að því er virtist tímunum saman. En
hann sá árangur. McCann-kofinn, sem hafði verið sprengdur
upp fyrir sjö mánuðum, myndi rísa á ný.
Kofinn yrði að vera tilbúinn fyrir brúðkaup Chandler og
Ethans seint í júní. Systir hans hafði viljað giftast í Crow
Hollow. Ethan hafði ekki viljað bíða en hafði samþykkt það
því hann gerði allt fyrir Chandler.
Það var mesta furða að systir hans hafði fallið fyrir einum
besta vini hans. Þeir Ethan Moore, auk Brodys Donovan, höfðu
eytt mótunarárum sínum í kofum McCann- og Donovan-fjölskyldnanna.
Strákarnir þrír höfðu varið mörgum sumrum í að
ráfa um skógana og veiða í vötnunum hátt uppi í Klettafjöllum
Colorado, án þess að vita að vináttan myndi ná yfir allan heiminn
næstu tuttugu árin.
Ethan hafði skráð sig í herinn og flogið þyrlum. Brody
hafði farið í háskóla, svo í læknaskóla og svo komið öllum á
óvart með því að skrá sig í flugherinn. Og Mack, jæja, hann
hafði gert nákvæmlega það sem hann hafði langað að gera
frá sjö ára aldri.
Hann hafði gerst njósnari.
Svona nokkurn veginn.
Gagnaöflun sjóhersins. Hann hafði starfað í fleiri löndum
en hann hafði tölu á og við bæði bestu og verstu kringumstæður
sem fólk gat upplifað. Silkilök og veglegar máltíðir í
Katar, moldargólf og baunir í Kongó.
Hann hafði setið til borðs með forsetum og prinsessum.
Hann hafði setið við hliðina á fátækum bændum og þvegið
fötin sín í gruggugum ám. Leikvöllur hans var hvar sem upplýsingaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á flótta
Chandler McCann hafði útvarpið lágt stillt því hugsanirnar í
höfði hennar voru svo háværar, kveiktu höfuðverk sem sykurlausa gosið hafði engin áhrif á. Allt kvöldið höfðu ljós bílanna
sem mættu henni verið of skær, höfðu lýst upp fjöllin svo þau
virtust hreyfast óþægilega, höfðu neytt hana til að grípa fastar
um stýrið.
Hún var þakklát þegar hún gat beygt af hraðbrautinni og vissi
að nú var tæpur hálftími þar til hún kæmi í kofann. Það voru tvö
ár síðan hún hafði komið þangað. Í það skipti hafði hún sest upp
í flugvél í Denver og flugþjónninn hafði varla haft tíma til að
bjóða drykki áður en vélin lenti á flugvellinum í Eagle-sýslu
fimmtíu mínútum síðar. Flugvélin hafði verið full af skíðamönnum á leið til Vail, sem var tæpum fimmtíu kílómetrum austar.
Mack hafði sótt hana á jeppanum og þau höfðu haldið í hina
áttina, í gegnum fjöllin. Bróðir hennar hafði verið afslappaður
þegar hann keyrði eftir hlykkjóttum vegum þar sem vegaröxlin
var sama og engin.
Þann dag hafði sólin skinið í fjöllunum. Í kvöld hafði verið
dimmt tímunum saman og hún hafði verið þakklát fyrir hálfa
tunglið sem hékk lágt á himninum. Klukkan yrði orðin rúmlega
tíu þegar hún kæmi í kofann. Það skipti ekki máli. Enginn beið
hennar.
Hún átti að vera að vinna. Eins og alltaf.
Vissulega ekki á flótta.
Tíu mínútum síðar sá Chandler bílljós framundan og stillti á
lágu ljósin. Jeppinn mætti henni og hún sá móta fyrir tveimur íVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í tímaþröng
–Annar dáinn strákur, sagði yfirmaður hans.
Robert hafði vonað innilega að mynstrið hætti.
Síðustu þrjár vikur hafði strákur fundist myrtur á
hverjum miðvikudagsmorgni. Þetta var fjórða vikan.
–Ég heyrði það, sagði Robert.
–Heyrðirðu að hann var frændi Franconis í borgarráðinu?
Systursonur hans.
Robert hristi höfuðið. Franconi var góður vinur
borgarstjórans. Nú færi hitinn að aukast. Auðvitað
voru allir rannsóknarlögreglumennirnir nú þegar
meðvitaðir
um málið og höfðu stöðugt augun hjá sér
í leit að vísbendingum.
–Hvar er Sawyer? spurði yfirmaður hans.
–Á leiðinni. Hann keyrir fyrst Liz og barnið á
Valkosti
fyrir ábyrgar mæður.
–Allt í lagi. Yfirmaður hans gekk af stað burt.
Stansaði svo, sneri sér við og kom nær skrifborðinu.
–Vinnur Carmen Jimenez ennþá þar? spurði hann
kæruleysislega.
–Ég býst við því, sagði Robert og gerði sitt besta
til að halda röddinni hlutlausri. Hann hafði ekki hitt
Carmen síðan í brúðkaupinu fyrir þremur mánuðum,
þegar besti vinur hans, Sawyer Montgomery, hafði
kvænst bestu vinkonu hennar, Liz Mayfield. Robert
hafði verið svaramaður. Carmen hafði verið brúðarmær.
Kjóllinn hennar hafði verið smaragðsgrænn og
loðað við líkamann á svo glæsilegan hátt að hann
hafði strax farið að svitna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Allt fyrir barnið
Liz Mayfield hafði sparkað af sér skónum löngu fyrir hádegi og nú, með bera fæturna undir rassinum, hunsaði hún svitann sem rann niður bakið á henni. Það hlaut að vera þrjátíu gráðu hiti í forsælu. Gott betur í litlu skrifstofunni hennar, neðst í byggingunni.
Þetta var dagur fyrir sundlaugarpartí og kalda drykki í fallegum glösum. Ekki til að fara í gegnum póst og eiga við ringlaða táninga.
En hún hafði tekið að sér seinni kostinn fyrir nokkrum árum þegar hún hafði hætt í vel launuðu starfi til að taka við starfi hjá Valkostum fyrir ástríkar mæður... VÁM.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Nýtt upphaf
Jake Vernelli setti rúðuþurrkurnar á fullan hraða og herti tak sitt á stýri GMC pallbílsins sem var frá árinu 1969. Á fallegu sumarkvöldi hefði verið klukkustund eftir af dagsbirtu en það var ekkert fallegt við þetta kvöld. Það var dimmt og ljótt, passaði fullkomlega við skap Jakes.Þegar Chase hafði lýst Wyattville, Minnesota, hafði vinur hans fegrað staðreyndirnar aðeins, eins og hann var vanur. Bærinn er dálítið afskekktur.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.