Flýtilyklar
Brauðmolar
Bjargvættur
-
Líf á flótta
Rakinn í vorblænum lagðist á Burke Thomas líkt og kærasta sem hann vildi ekki. Brennheit Texas-sólin myndi þó allavega vera í bakið á honum á leiðinni til Dallas-Fort Worth.
Gluggatjöldin á niðurníddu húsi fyrrverandi eiginkonu hans voru dregin til hliðar og hún leit út. Þegar hann sá hana fann hann nístandi sársauka í höfðinu. Ef hann gæti drepið Faith þá myndi líf hans batna til muna. Hann vildi ekkert frekar en að brjótast inn um dyrnar og sleppa sér.
Þess í stað beit hann sig í kinnina til að halda aftur að þessum hugsunum.
Burke dró andann djúpt áður en hann sneri við og labbaði hægt að Mercades-bílnum sínum. Hann gat stjórnað þessu. Hann stjórnaði.
Hann opnaði dyrnar og leit á bílstjórasætið. Á leðrinu var lítil moldarskán.
Zoe.
Hann þrýsti nöglunum inn í lófann á sér og þær skárust inn í hörundið.
Dóttir hans hafði óhreinkað bílinn.
Óþolandi. Barnið hans þurfti að læra mannasiði. Núna. Ef það var ekki orðið of seint nú þegar.
Hann tók plastpoka úr hanskahólfinu og sótti tusku og áburð fyrir leðuráklæðið. Hann þurrkaði skítinn varlega af áklæðinu.
Brátt fóru hreyfingar hans að verða stjórnlausar, fram og aftur, fram og aftur, fram og aftur. Glansinn varð að koma aftur. Hann varð að koma aftur.
Zoe. Zoe. Zoe. Zoe.
Með hverri hreyfingu fram og aftur sveimaði nafn dóttur hans fyrir hugsjónum hans. Hann varð að ná stjórn á henni. Ef hann gæti siðað dóttur sína sjö ára þá myndi hún kannski ekki verða eins og mamma sín. Það var vandamálið með hans fyrrverandi.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sonur kúrekans
Fimm árum áður.
Náttmyrkrið í Texas rofnaði með þrumugný og eldingum.
Jared King stóð við endann á bryggjunni á Last Chance Lake, grandalaus um veðrið og með stóran poka sér við hlið. Hann rýndi í gegnum vatnið sem lak af börðum Stetsons hattsins síns í von um að sjá einhver merki um eiginkonu sína. Var þetta bara enn ein illgjörn fléttan í siðlausum leik mannræningjans?
Hvar var hún? Hvar var Alyssa?
Hringing símans heyrðist í gegnum slagviðrið. Hann greip símann og ýtti á skjáinn. –King, hreytti hann út úr sér.
Á hinum enda línunnar heyrðist ógnvekjandi og alltof kunnuglegur hlátur. –Þú lítur út fyrir að vera í uppnámi, Jared.
Jared leit upp og hringsnerist. Maðurinn var að horfa á hann.
Jared rýndi í myrkrið og reyndi að leita að mannræningjanum á meðan hann leiddi hjá sér gífurlegan óttann sem hafði
gripið um sig í hjarta hans.
Af hverju hafði hann skilið hana eina eftir?
Þegar hún hafði tekið áhættuna með því að giftast honum og komið með honum til einskismannslands hafði hann lofað því að sjá um hana. Að eilífu. En hvað gerðist?
Henni hafði verið rænt af brjálæðingi.
–Hvar er hún? spurði hann og reyndi að halda röddinni rólegri.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.