Flýtilyklar
Brauðmolar
BLUE RIVER RANCH
-
Lokauppgjör
Sólin var að setjast en Jameson hélt áfram í rökkrinu og ringulreiðinni og svipaðist um eftir Gabriel bróður sínum sem var lögreglustjórinn.
Gabriel var ekki sá hávaxnasti á staðnum en hann var valdsmannslegur sem gerði það að verkum að það var auðvelt að finna hann. Jameson gekk til hans.
–Hversu slæmt er þetta? spurði Jameson.
Hann vissi auðvitað svarið að einhverju leyti.
Þetta hlaut að vera slæmt fyrst Gabriel hafði hringt í Texaslögregluna til að biðja um aðstoð.
Hann gerði það einungis ef verkefnið var of stórt fyrir hann og lögeglumennina sem voru undir hans stjórn en það gerðist ekki oft í litla bænum Blue River sem var heimabær þeirra.
–Við erum með tvö lík. Gabriel nikkaði í áttina að þeim skammt frá.
Tveir karlmenn lágu á túninu eins og þeir hefðu fallið þar. Svartur jeppi stóð á veginum skammt frá þeim, bílhurðirnar voru opnar og vélin enn í gangi.
Blóðið var á milli jeppans og mannanna svo það hafði sennilega verið skotið á þá í bílnum eða við hann og þeir síðan lagt af stað út á túnið, kannski til að flýja undan árásarmanninum eða elta þann sem skaut á þá. Svo höfðu þeir annað
hvort látist af sárum sínum eða verið skotnir aftur og þá til bana.
Jameson sneri sér aftur að bróður sínum.
–Hefur þú einhverja hugmynd um við hvað við erum að fást? Eiturlyfjaviðskipti sem enduðu illa?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Saman á ný
Cameron Doran lögreglumaður var viss um að einhver væri að fylgjast með honum.
Hann lagði höndina yfir byssuna í hulstrinu við mittið og vonaði að ónotatilfinningin sem læddist niður hrygginn væri ekki rétt, vonaði að hann hefði líka rangt fyrir sér með það að einhver fylgdist með honum.
Hann vissi samt að svo var ekki.
Hann hafði verið í lögreglunni í 11 ár og það hafði bjargað honum einu sinni eða tvisvar að veita þessari tilfinningu athygli.
Hann var tilbúinn að draga byssuna upp og leit í kringum sig í bakgarðinum, sem var reyndar pínulítill. Húsið var á landareign búgarðsins Blue River og þarna voru stígar og slóðar sem hægt var að nota til að komast að húsinu hans.
Til dæmis gæti morðingi notað þá.
Þið deyið öll fljótlega.
Þetta stóð í nýjasta hótunarbréfinu sem Cameron hafði fengið fyrir tveimur dögum síðan.
Ekki beinlínis orð sem mann langaði til að lesa þegar maður opnaði póstinn sinn en hann var búinn að fá svo mörg að þau höfðu ekki sömu áhrif tilfinningalega og það fyrsta, sem hann fékk fyrir nokkrum mánuðum, hafði haft. Hann ætlaði samt
ekki að hunsa það.
Cameron horfði aftur í kringum sig og reyndi að sjá inn á milli trjánna en sá engan svo hann lauk við morgunkaffið og fór inn. Alla jafna hefði hann farið inn í barnaherbergið til að kveðja Isaac frænda sinn áður en hann fór í vinnuna, á lögreglustöðinni í Blue River, en núna gekk hann að glugganum yfir vaskinum og horfði út.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skotmark morðingja
Theo Canton óskaði þess að það væri til betri aðferð til að stöðva morðingja, hvað sem var annað en að koma hingað á Beckettbúgarðinn til að trufla brúðkaup, en ef upplýsingarnar voru réttar yrði kannski annað morð framið í kvöld.
Kannski yrði Ivy Beckett myrt.
Kannski öll fjölskyldan og systir hans líka því þau yrðu undir sama þaki við athöfnina sem átti að fara fram á morgun.
Theo vildi alls ekki að það sama gerðist, sem hafði gerst fyrir 10 árum, þegar tvær manneskjur voru myrtar. Hann fékk hnút í magann við það eitt að hugsa um þetta og gamlar minningar rifjuðust upp. Hann varð samt að bægja þeim frá sér, annars myndi hann missa einbeitinguna.
Hann hafði komið nógu illa fram áður og þurfti ekki að bæta við það.
Theo tók síðustu beygjuna að búgarðinum og sá skreytingarnar á girðingunum, bláa satínborða sem blöktu í maígolunni. Engir vinnumenn voru sjáanlegir og enginn morðingi heldur en hann gæti verið hérna, tilbúinn til að ráðast til atlögu.
Síminn hringdi og hann sá nafnið á skjánum. Wesley Sanford, félagi hans í lögreglunni sem hafði látið Theo vita af því að morðingi gæti verið á leiðinni á búgarðinn. Theo hélt athyglinni við veginn og umhverfið en ýtti á takkann til að stilla símtalið á hátalarann.
–Er eitthvað að frétta? spurði Wesley strax.
–Nei, ekki ennþá, en hjá þér?
–Ég verð kominn á lögreglustöðinaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggar fortíðar
Smith&Wesson byssuna sína og mjakaði sér nær staðnum þar sem hann hafði skilið hana eftir til að deyja.
Það voru engin ummerki á staðnum lengur.
Tæp 10 ár voru liðin og skógurinn hafði endurheimt svæðið. Það leit alls ekki eins napurlega út og var þakið villtum blómum og vínvið.
Engin för eftir manneskju sem var dregin eftir jörðinni, ekkert blóð.
Árin höfðu þvegið þetta allt í burtu en Jodi sá það, fann lyktina af því, meira að segja bragðið, eins og nú væri sjóðheit nótt í júlímánuði eins og þegar morðinginn var næstum búinn að ganga frá henni.
Húsið skammt frá var niðurnítt.
Hún hafði ekki átt von á að finna aðra tilfinningu en þá að þetta væri svæði þar sem morð hafði verið framið, þar sem tvær manneskjur höfðu verið myrtar.
Hún lagaði takið um byssuna þegar hún heyrði fótatak. Ekki hratt fótatak en gesturinn var ekki heldur að reyna að læðast að henni.
Jodi hafði hlustað eftir öllu sem gæti orðið henni að bana.
Endanlega í þetta skipti.
Hún sneri sér snöggt við, til öryggis ef það væri ekki rétt hjá henni hver var að koma, og miðaði.
–Þú hefðir ekki átt að koma hingað. Röddin var djúp og hás, blanda af ákveðinni rödd lögreglumanns og Texasframburði.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.