C.J. Miller

Veiðimaðurinn
Veiðimaðurinn

Veiðimaðurinn

Published Nóvember 2015
Vörunúmer 11. tbl. 2015
Höfundur C.J. Miller
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Það var fullt starf að hreinsa lauf af stígunum í
kringum tjaldsvæðið við Appalasíuveginn.
Svo vildi til að Autumn Reed hafði kapp nógan
tíma. Henni hafði ekki tekist að leigja út bústað
svo vikum skipti, ekki síðan það fréttist
að raðmorðingi sæti um göngukonur á veginum.
Henni svipaði til fórnarlamba hans svo að
sjálfri var henni ekki um sel heldur.
Hún hafði frestað verkinu fram eftir degi og
nú, þegar sólin lækkaði á lofti, óskaði hún
þess að hafa farið út fyrr. Eftir sólsetur ríkti
niðamyrkur á veginum og hún vissi að það var
óráðlegt að vera þar á ferli þá.
Autumn kallaði á seppann sinn, hann Thor.
Henni leið betur með hann sér við hlið. Hann
var þyngri en hún og svo myndarlegur á velli
að sá sem hugðist vinna henni mein myndi
hugsa sig um tvisvar. Hann var eini, fasti
punkt urinn í tilveru hennar. Hún gat alltaf reitt
sig á Thor.
Thor var tíu metra frá henni og leit á hana,
en hlýddi ekki. Vindurinn lék sér að haustlaufunum
og yfirleitt þótti henni hljóðið notalegt,
en nú óttaðist hún að það kynni að yfirgnæfa
fótatak. Hún litaðist um. Þau Thor voru ein.
Hún kallaði aftur á hundinn. Það var ólíkt
honum að hlýða ekki, en ef til vill hafði hann
bara komið auga á íkorna eða kanínu.
–Thor, komdu, sagði hún hvasst.
Thor lét sem hann heyrði ekki í henni.
Athygli hans beindist að skóginum. Hann stóð
kyrr og hárin risu. Hvað sá hann? Göngumann?
Enginn hafði farið um veginn svo vikum
skipti. Kannski var þetta björn, þó að þeir
kæmu sjaldan svona langt niður í fjallshlíðarnar.
Björn yrði ekki í vandræðum með að afgreiða
Thor í einu vetfangi

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is