Flýtilyklar
Brauðmolar
Gail Barrett
-
Lýtalæknirinn
Þetta var fullkominn dagur fyrir mannrán.
Stálgrá ský huldu fjallatindana, í fjarska heyrðust þrumur og bændurnir, sem voru örmagna eftir
erfiðan vinnudag í hálendinu í Perú, höfðu leitað
skjóls í moldarkofunum sínum, grunlausir um
yfir vofandi hryðjuverkaárás.
Rasheed Davar lá á maganum í grasinu og
fylgdist í gegnum kíki með bandarísku heilbrigðisstarfsmönnunum þar sem þeir voru að störfum í
búðum sínum neðar í fjallshlíðinni. –Hver þeirra
er skotmarkið?
Hryðjuverkamaðurinn við hliðina á honum
lagði kíkinn frá sér og það glampaði á silfurtönnina í honum í ljósaskiptunum. –Hún er ekki komin.
Hún?Rasheed varð ekki um sel, en hann mátti
ekki sýna nein viðbrögð og alls ekki efasemdir
eða áhyggjur. Of mörg mannslíf voru undir því
komin að verkefni hans heppnaðist, einnig líf hans
sjálfs.
Hann lét sem sér brygði ekki minnsta og hélt
áfram að fylgjast með búðunum gegnum kíkinn.
Ung, ljóshærð kona setti sprek á varðeldinn. Við
hlið hennar sat gráhærður maður og hrærði í potti.
Bæði voru klædd læknasloppum. Önnur kona,
dökkhærð í víðri úlpu, kraup á segldúk sem þakinn var lyfjum og flokkaði þau. Fjærst í búðunum
var dökkleitur maður, greinilega innfæddur, að
sinna múldýrum.
–Hvernig hljóðar svo áætlunin? spurði Rasheed.
Hryðjuverkamaðurinn leit áVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hermaðurinn
Það voru vandræði í aðsigi. Haley Barnes fann
það á sér. Hugboðin brugðust henni sjaldan.
Hún stóð fyrir utan skjólshúsið sem hún rak
fyrir ófrískar unglingsstúlkur og horfði út yfir
hálfdimma götuna. Enginn var á ferli þetta
kvöld. Meira að segja heimilislausi maðurinn
sem hafði tekið sér bólfestu annars staðar í
raðhúsalengjunni var hvergi sjáanlegur. Inni ornuðu stúlkurnar hennar sér við arineldinn.
Allar nema ein, sú sem olli henni mestum
áhyggjum.
Hún hristi af sér háskatilfinninguna sem ásótti
hana, hljóp niður á gangstétt og hélt rakleiðis að
jarðlestarstöðinni þar sem götubörnin héldu
stundum til. Hún hefði átt að fylgjast betur með
Lindsey. Stúlkan bar öll einkenni þunglyndis.
Hún borðaði ekki, svaf ekki og vildi ekki tala við
Haley. Hún þagði bara, laumaðist út þegar
enginn sá til og nú voru liðnir níu tímar síðan
hún hvarf.
Haley álasaði Lindsey ekki fyrir að vera langt
niðri. Hún var fjórtán ára og þunguð. Kærastinn
hafði yfirgefið hana og foreldrarnir vildu ekki
sjá hana. Haley hafði staðið í sömu sporum. Hún
skildi örvæntingu hennar og ótta við framtíðina.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Stúlkan sem strauk
Parker McCall, rannsóknarlögreglumaður í deild
óupplýstra mála, brá þegar hann sá ljósmyndina
af konunni á forsíðu Baltimore Sun. Hún leit út
eins og vel stæð kona á leið út úr listhúsi. Sítt,
gljáandi hárið náði niður á axlir og kraginn var
uppbrettur, enda var myndin tekin á vindasömum
degi í nóvembermánuði.
En augun voru á varðbergi.
Þetta voru augu konunnar sem myrt hafði
bróður hans. Morðingjans sem hann hafði leitað
að í fimmtán ár.
Hann tók veskið sitt úr rassvasanum, dró
þaðan
upp gamla, óskýra ljósmynd og bar hana
við myndina í blaðinu.
Hann horfði á myndina af litla bróður sínum
og eins og venjulega fann hann fyrir sektarkennd
og eftirsjá. Hinn sextán ára gamli Tommy, grindhoraður
eftir áralanga fíkniefnaneyslu,
hallaði
sér upp að útkrotuðum vegg við höfnina í
Baltimore og hvíldi höndina á öxlum ungrar
stúlku sem stóð við hliðina á honum.
Stúlku sem Parker hafði ekki tekist að finna.
Fyrr en núna.
Hann beindi athygli sinni að mjóum fótleggjunum,
víðri peysunni og villtum lokkunum í
rauðbrúna hárinu. Svo virti hann fyrir sér augu
hennar. Þau voru áhugalaus, þreytuleg og miklu
eldri en árin sögðu til um.
Hann leit aftur á myndina í blaðinu. Konan
var lítil, fíngerð og grönn og mun eldri en stúlkan
sem stóð hjá bróður hans en hann varVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.