Flýtilyklar
Brauðmolar
Cardwell bræðurnir
-
Fjölskyldujól
Þá var bara svefnherbergið eftir. Hún gekk hljóðlaust að því en vonaði að hún hefði rangt fyrir sér, vissi samt að einhver hefði verið hérna.
En af hverju að brjótast inn nema viðkomandi ætlaði að taka eitthvað?
Eða skilja eitthvað eftir?
Eins og þegar hún var 11 ára og fann blóðuga öxi í brunastiganum fyrir utan gluggann hjá sér.
Skilaboðin voru handa pabba hennar og hann sagði henni að þetta væri kjúklingablóð. Eða kannski væri þetta ekki alvörublóð. Eins og hún myndi ekki sjá að hann var hræddur. Eins og þau hefðu ekki pakkað eigum sínum niður í
ferðatöskur og lagt á flótta um miðja nótt.
Hún gekk að opinni svefnherbergishurðinni.
Herbergið var svo lítið að þar var ekki pláss fyrir neitt nema rúm og náttborð með einni hillu.
Bókin sem hún hafði verið að lesa lá á náttborðinu, ekkert annað.
Tvíbreiða rúmið var umbúið, eins og hún hafði skilið við það.
Hún ætlaði að snúa sér við þegar hún sá glitta í eitthvað útundan sér. Það rann kaldur hrollur niður hryggsúluna, hún lét byssuna detta niður í töskuna og gekk nær. Einhverju hafði verið stungið milli koddanna og sængurinnar. Hún tók varlega í sængina og dró hana frá, sentimetra eftir sentimetra, bjó sig undir eitthvað blóðugt og sundurlimað.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Innbrotsþjófurinn
Hann kunni sannarlega að meta gestrisnina á Cardwell-búgarðinum en vildi samt hafa sinn eigin samastað vegna þess hve oft hann var í Montana. Það var fjölskyldan sem hafði laðað bræður hans hingað aftur, en nú var það ástin og grillmaturinn sem hélt í þá.
Merkilegt hvernig þetta hafði alltsaman byrjað með grillinu, sem var það eina sem allir fimm bræðurnir kunnu.
Þeir höfðu stofnað lítinn grillstað skammt frá Houston og merkilegt nokk hafði reksturinn skotgengið og útibú sprottið upp. Fyrr en varði var litla útigrillið sem þeir höfðu byrjað með orðið að margra milljóna dollara fyrirtæki.
Það hafði verið bróðir hans, Tanner (Tag) Cardwell, sem stakk upp á því að opna fyrsta Montana-útibúið þeirra í Big Sky. Þeim hafði ekki öllum litist á þá hugmynd, en hún hafði reynst góð. Nú voru bræður hans farnir að ræða að opna fleiri staði í Montana. Allir bræður hans fjórir höfðu snúið heim til Montana, en Laramie átti heima í Texas og sagði sjálfum sér að hann hefði engan áhuga á að koma hingað í óbyggðirnar, að minnsta kosti ekki fyrir fullt og allt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vetrarástir
Veðrið virtist vera að versna. Hann sá ekki nema nokkra metra fram fyrir húddið á bílaleigubílnum. Áður hafði hann komið auga á Gallatinfljótið vinstra megin við sig. Hægra megin voru háir hamraveggir þar sem vegurinn lá í gegnum fjallaskarðið. Hér var lítið annað en dökk, snævi þakin barrtré, þverhníptir klettar, frosið fljótið og glerháll vegurinn.
–Velkomin á norðurhjara veraldar, sagði hann við sjálfan sig og rýndi út um framrúðuna til að reyna að sjá veginn og halda sig á honum. Hann kenndi bræðrum sínum um, ekki um veðrið heldur um að hann þyrfti að vera hérna. Þeir höfðu krafist þess að hann kæmi til Montana til að vera við opnun fyrsta Texasbræðra grillhússins í Montana. Þeir höfðu frestað viðhafnaropnuninni þangað til hann var orðinn nægilega hress til að komast.
Þó opnunin væri ekki fyrr en 1. janúar hafði frænka hans, Dana, beðið hann að koma og verja jólunum á búgarðinum.
Þú verður að koma, Austin, hafði hún sagt. Ég lofa að þú sérð ekki eftir því.
Það urgaði í honum núna. Hann hafði ekki komið til Montana síðan foreldrar hans skildu og móðir hans fór með hann og bræður hans til Texas. Hann hafði verið of ungur til að muna mikið eftir þessu. En hann gat ekki neitað Dönu.
Hann hafði heyrt of margt gott um hana frá bræðrum sínum.
Auk þess átti hann ekki annars úrkosti eftir að hafa misst af brúðkaupi bróður síns, Tags, í júlí.
Þegar hann hægði enn meira á sér í enn einni beygjunni skók vindurinn bílaleigubílinn hans og snjór þyrlaðist fyrir framrúðuna. Í augnablik sá hann ekkert. Enn verra var að honum fannst hann fara of hratt í beygjuna. En hann var hræddur við að stíga á bremsuna því það var það eina sem Tag, bróðir hans, hafði varað hann við að gera.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brúðkaupið á búgarðinum
Drew hafði verið himnasending. Hún hefði ekki getað án hans verið, hugsaði hún með sér er hún dró teygju upp úr vasa sínum og setti síða, ljósa hárið í tagl.
Nick hafði hnussað þegar hún minntist á það skömmu eftir giftinguna hvað Drew væri ágætur.
–Vertu bara fegin að hann kann vel við þig.
Það gera engir aðrir í fjölskyldunni.
Svo hafði hann hlegið.
–Á ég ekki að hjálpa þér með þetta? spurði Drew og kom nær. Hann hleypti brúnum þegar hann sá pottinn og innihaldsefnin sem hún hafði raðað upp á bekknum. –Hélstu pottinum?
Mamma hans hafði auðheyrilega sagt honum frá atvikinu.
Hann hlýtur að halda, eins og mamma hans, að ég sé að missa vitið.
Því miður óttaðist hún að þau hefðu rétt fyrir sér.
Allie leit á stóra, þunga pottinn með lokinu.
Hönd hennar skalf þegar hún seildist í hölduna.
Minningin um það þegar hún opnaði pottinn síðast og sá hvað í honum var olli því að hún hryllti sig.
Potturinn, sem var með hvítri glerungshúð að innan og rauðri að utan, hafði verið brúðargjöf frá tengdafólkinu hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Við illan leik
Núna var svæðið í skugga, alveg eins og hann vildi hafa það. Hann efaðist um að hún myndi taka eftir ljósleysinu, eða honum sjálfum þegar hann lét lítið fyrir sér fara og þóttist koma vörum fyrir í skottinu á stóra, dýra bílnum sínum.
Konur voru síður hræddar við menn sem virtust eiga peninga.
Þegar hann heyrði fótatak hennar nálgast átti hann bágt með að kíkja ekki á hana. Þolinmæði.
Þetta er sú rétta, sagði hann við sjálfan sig. Honum fannst strax hann þekkja hana og gat auð veldlega giskað á sögu hennar. Hún hafði unnið fram eftir fyrst hún var ennþá í sömu fötunum og um morguninn, á háum hælum. Hún var ekki
með innkaupakerru svo hún var ekki að versla fyrir stóra fjölskyldu.
Þvert á móti, var hún líklega einhleyp og bjó ein, ábyggilega í flottri íbúð fyrst hún átti nýlegan, dýran bíl, eins og sjálfstæðar, framakonur yfirleitt. Af fótatakinu að dæma hélt hún á einum litlum innkaupapoka. Hann gat nú þegar
ímyndað sér hendur sínar um háls hennar.
Fótatakið kom nær.
Hann hafði lært fyrir löngu að fara ekki eftirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.