Flýtilyklar
Carla Cassidy
Grafinn lifandi
Lýsing
Sandöldurnar voru nær blindandi í júnísólinni og adrenalín þaut
um æðar Seths Hawkins þegar hann stöðvaði pallbílinn sinn og
drap á vélinni.
Deadman‘s-sandöldurnar. Það var næstum ár síðan hann
hafði síðast komið hingað til Amber Lake, smábæjarins í
Oklahoma, til að heimsækja systur sína og systurdóttur, auk þess
að upplifa spennuna sem fylgdi því að sigrast á sandöldunum.
Seth setti á sig gleraugu til að hlífa augunum og steig út úr
bílnum. Öldurnar risu framundan, eins og landslag á öðrum
hnetti, tíu kílómetrum frá bænum.
Í fjarska heyrðist vélarhljóð og hann vissi að hann fengi
svæðið ekki fyrir sig einan. Það skipti svo sem ekki máli, það
var nægt pláss fyrir alla.
Hann hafði keyrt hingað frá heimili sínu í Kansas City
snemma um morguninn, hafði borðað hádegismat með Lindu
og Samönthu, systur sinni og dóttur hennar, en hann hafði viljað
komast sem fyrst út á sandöldurnar. Þar skipti ekkert máli nema
barátta mannsins við náttúruöflin.
Eftir nokkrar mínútur hafði hann náð torfæruhjólinu sínu
niður af pallinum. Á meðan hann setti á sig hlífarnar og hjálminn, dró hann andann djúpt að sér til að fylla lungun af hlýju
loftinu.
Næstu vikuna yrði hann ekki FBI-fulltrúinn Seth Hawkins...
hann yrði Seth í fríi, að heimsækja ættingja sína og njóta þess