Carla Cassidy

Hvarfið
Hvarfið

Hvarfið

Published Mars 2015
Vörunúmer 311
Höfundur Carla Cassidy
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Lexie Forbes fór sjaldnast snemma úr vinnunni á svæðisskrifstofu FBI í Kansas City en þetta föstudagssíðdegi hætti hún að
vinna klukkan þrjú og gekk að bílnum sínum á bílastæðinu. Það
var ekkert á skrifborðinu hennar sem lá á, bara þessir venjulegu
glæponar og perrar handa henni að eltast við. En hún hafði
vaknað um morguninn og fundið fyrir vægum kvíða sem hún
hafði ekki alveg náð að hrista af sér.
Hún vissi ástæðuna fyrir kvíðanum... Lauren, tvíburasystir
hennar. Þær voru einstaklega nánar og töluðu saman í síma að
minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á dag en undanfarna tvo
daga hafði Lexie ekki náð sambandi við systur sína.
Hún gekk yfir bílastæðið en fyrstu haustlaufin fuku um fætur
hennar og svöl golan vakti óvænta gæsahúð á hand leggj unum.
Hún kom að bílnum, opnaði lásinn og smeygði sér svo undir
stýri. Hún var nýbúin að stinga lyklinum í svissinn og setja í
gang þegar tilfinningin helltist yfir hana, óbærilegur sársauki
sem kviknaði svo snöggt í hnakkanum að hún náði ekki andanum sem snöggvast.
Hann varði bara í augnablik og hvarf svo, hún sat eftir og
barðist við að ná andanum og hélt dauðahaldi um stýrið.
–Úff, sagði hún með andköfum. Hvað var þetta eiginlega?
Hún teygði upp skjálfandi hönd og lagaði baksýnisspegilinn svo
hún gæti séð spegilmynd sína.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is