Flýtilyklar
Carla Cassidy
Leyndarmálið við vatnið
Lýsing
Jackson Revannaugh leið eins og hann væri að nálgast til Oz
þegar þotan steypti sér niður á milli gróinna akra í endalausum
röðum. Hvergi að sjá merki um þéttbýli þarna í nágrenni alþjóðaflugvallar Kansasborgar. Klukkan var að ganga átta um kvöld og
hann gat ekki beðið eftir að komast út úr vélinni.
Flugið frá Baton Rouge hafði verið ríflega þriggja tíma langt
og ekki var nóg með að ungbarn hafði gaulað alla leiðina, heldur
hafði krakkinn í sætaröðinni fyrir aftan sparkað með reglulegu
millibili í stólbakið hjá honum.
Jackson var vægt sagt úfinn í skapi þegar hann reis upp úr
sætinu. Of lítill svefn síðastliðnar tvær vikur ofan á langa og
þreyt andi flugferð í litlu olnbogarými ásamt þeirri staðreynd að
lítill poki með kartöfluflögum var eina næringin sem hann hafði
látið inn fyrir sínar varir síðustu átta tímana olli því að hann var
síður en svo hamingjusamur.
Sem betur fór tók það hann einungis örfáar mínútur að koma
sér frá borði. Hann greip stóru íþróttatöskuna úr farangursgeymslunni fyrir ofan sætið en í henni rúmuðust helstu nauðsynjar fyrir fyrirhugaða dvöl hans í Kansasborg í Missouri. Síðan
arkaði hann aftur eftir flugvélinni og að næsta útgangi.
Tvöfaldar dyr lágu út úr flugstöðvarbyggingunni. Rakur júlíhiti Miðvesturríkjanna reyndist ansi frábrugðinn andrúmsloftinu
í Bachelor Moon í Lousiana þar sem hann hafði síðustu vikurnar
unnið sleitulaust að rannsókn á hvarfi hjóna og ungrar stjúpdóttur þeirra. Honum hafði verið kippt úr því máli án þess að