Flýtilyklar
Carla Cassidy
Sporlaust
Lýsing
Segðu mér aftur hvers vegna við erum að athuga hvar fyrrverandi FBI-fulltrúi frá skrifstofunni í Kansas City er, sagði
FBI-fulltrúinn Andrew Barkin úr aftursætinu.
FBI-fulltrúinn Gabriel Blankenship hægði á bílnum þegar
þeir nálguðust smábæinn Bachelor Moon í Louisiana. –Við
gerum þetta fyrir kurteisi sakir, af því að skrifstofan í Kansas
City bað um það.
–Fyrir rúmum tveimur árum var Sam Connelly virtur FBIfulltrúi, hann kom hingað í tveggja vikna frí og varð ást fanginn af Daniellu Butler, sem á gistihúsið í Bachelor Moon,
sagði Jackson Revannaugh úr farþegasætinu. –Sönn ást var
sterkari en framavonin. Sam hætti hjá FBI, flutti hingað og
þau Daniella giftust.
–Sam varð einnig stjúpfaðir dóttur Daniellu, Macy. Í
morgun fengum við símtal frá rekstrarstjóra gistihússins,
sem sagði að öll þrjú væru horfin, sagði Gabriel.
–Óvenjulegt að við séum sendir á staðinn, þar sem ekki
einu sinni sólarhringur er liðinn, sagði Jackson.
–Rekstrarstjórinn sagði þau hafa horfið í gærkvöldi.
Gabriel horfði á veginn framundan, vissi að gistihúsið var
fimmtán kílómetrum frá litla bænum.
Eðlisávísunin sagði honum að þetta væri tímasóun, einhver misskilningur á milli rekstrarstjórans og fjölskyldunnar.
Það tók einn og hálfan tíma að keyra frá skrifstofunni þeirra
í Baton Rouge og þeir höfðu ekki verið sendir af stað fyrr en