Flýtilyklar
Carol Ericson
Beitan
Lýsing
Regla númer þrjú: Ekki taka óþarfa áhættu fyrir frægðina eða til að fá athygli. Hann hnussaði og svolítið af munnvatni rann niður á hökuna. Hann þurrkaði það af sér með handarbakinu. Var ekki þjálfarinn vanur að segja: Kjarkleysi er það sama og að ná ekki árangri. Eða var það: Enginn sársauki er það sama og enginn árangur? Honum sjálfum var alveg sama. Hann seig niður í bílstjórasætið. Inniljósið skein á spjaldtölvuna sem hann hélt á í hendinni og hann strauk laust með fingurgómnum eftir kantinum á henni meðan hann las af mikilli græðgi grein um hugsanlegan þriðja eftirhermumorðingjann sem hermdi eftir Spilamanninum, morðingja sem gekk laus fyrir 20 árum síðan. Fyrsti morðinginn, Jordy Lee Cannon, hafði fengið viðurnefnið eftirherman í fjölmiðlum. Sá sem kom á eftir honum, Cyrus Fisher, var kallaður eftirherman 2.0. Nú var lögreglan búin að finna lík sem hafði verið skilið eftir við San Gabrielfjöllin og óttaðist að þriðji raðmorðinginn væri að verki sem notaði sömu aðferð og Spilamaðurinn. Fjölmiðlar urðu að finna töffaralegra nafn en þessi heimskulegu nöfn fyrir hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók