Flýtilyklar
Carol Ericson
Bryggjan
Lýsing
Dragreipin skullu utan í möstrin á seglbátunum við bryggjuna
svo að bergmálaði yfir vatnið. Hljóðið var óhugnanlegt og
minnti á feigðarboða.
–Hann vill hefna sín á þér af því að þú lékst á hann og ef þú
gætir þín ekki nær hann þér.
Það fór hrollur um Kacie Manning. Hún starði á manninn
sem stóð rétt fyrir framan hana. Andlit hans var hulið af hafnaboltahúfu og klút sem hann hafði bundið fyrir munn og höku.
–Værirðu ekki til í að fara til lögreglunnar og segja henni
þetta? Hann má ekki viðhafa svona hótanir úr fangelsinu.
Skuggaveran yppti öxlum. –Ég ætla ekki að reita Dan til
reiði. Maðurinn er alger siðblindingi. Ef fangelsisstjórinn kemur í heimsókn til Dans veit hann hver það var, sem kjaftaði frá.
Aftur fór hrollur um Kacie, ekki bara vegna kuldans heldur
orða mannsins. –Hvernig kemur Dan skilaboðum út fyrir fangelsið? Öll samskipti hans eru vöktuð.
Maðurinn blístraði. –Ég hélt að þú þekktir Daniel Walker.
Skrifaðirðu ekki bók um hann?
–Jú, það veistu, annars værum við ekki hér.
–Þá ættirðu að vita til hvers honum er trúandi. Hann er ekki
bara siðblindur, Kacie. Hann er líka slóttugur.
Hún fékk gæsahúð og neri á sér handleggina. Þessi fyrrverandi fangi þekkti Daniel Walker auðheyrilega vel. –Játaði hann