Flýtilyklar
Carol Ericson
Gildran
Lýsing
Regla númer eitt: Skildu engin vitni eftir. Þau horfðust í augu. Hann lét látnu konuna detta úr fanginu á sér og tók eitt varfærnislegt skref í áttina að áhorfandanum sem faldi sig bak við runnann. Augun glitruðu í myrkrinu en nú þöndust þau út eins og hjá dádýri sem bílljós falla á. Áhorfandinn lagði á flótta. Hann horfði á bráðina sem lá við fætur hans og hljóp af stað á eftir vitninu, með reglu númer eitt í huga. Það skrjáfaði í ruslapokanum, sem hann hafði klætt sig í, þegar hann hljóp inn á milli trjánna með byssuna niður með síðunni. Hann hafði þurft að beina byssu að Ashley til að neyða hana inn í bílinn sinn en hann hafði verið með hanska þegar hann kyrkti hana, alveg eins og stóð í handbókinni. Hann hljóp um í nokkrar mínútur og leitaði en fann enga slóð eða ummerki sem sýndu hvert manneskjan hafði hlaupið. Hafði hann eða hún séð hann? Séð líkið? Hann hallaði höfðinu aftur og virti fyrir sér myrkan næturhimininn ofan við trjátoppana. Kannski var þetta ekki vitni eftir allt saman. Maðurinn togaði derhúfuna betur niður á ennið. Kannski hafði hann skilið eftir sannanir þegar hann hljóp á eftir manneskjunni inn á milli trjánna. Hann beygði sig, lagði hendurnar á hnén og andaði ört. Sveittir lófarnir límdust við plastið. Hann heyrði í bílvél og leit snöggt upp. Of seinn. Hann eða hún var sloppin og var kannski að hringja í lögregluna. Maðurinn sneri sér við og flýtti sér til baka að rjóðrinu þar sem hann hafði skilið Ashley eftir. Núna hafði hann ekki eins langan tíma til að ljúka þessum leiðangri. Hann hafði klúðrað fyrsta morðinu sínu en var ákveðinn í að ljúka verkinu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók