Carol Ericson

Hættuleg braut
Hættuleg braut

Hættuleg braut

Published Febrúar 2021
Vörunúmer 413
Höfundur Carol Ericson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Emily hélt niðri í sér andanum þegar maðurinn með byssuna hallaði sér yfir leikgrindina og strauk byssuhlaupinu niður eftir samfellunni sem barnið var í.
–Sætur krakki. Varirnar svignuðu í eitthvað sem líktist brosi.
–Áttu hann?
Jaycee ætlaði að leggja af stað en stoppaði og bleytti varirnar.
Emily sagði við sjálfa sig. Svona nú Jaycee, gerðu það sem þú gerir best. Ljúgðu.
Jaycee spretti fingrum og sagði: –Meðleigjandinn minn á hann, ég er búin að segja henni að flytja út og taka krakkann
með sér.
Stærri maðurinn þarna inni, sem þurfti greinilega ekki að vera með byssu til að hræða fólk, gekk að glugganum þannig
að Emily sá hann ekki. –Ertu viss um að þú vitir ekki hvar kærastinn þinn er?
–Ég sagði þér að við Brett erum hætt saman, ég hef ekki hugmynd um hvar ræfillinn er niðurkominn.
Emily pírði augun og færði símann nær augunum til að sjá upptökuna betur. Var Jaycee að segja satt í þetta skipti?
Marcus Lanier, viðskiptavinur Emily, var viss um að Jaycee ætlaði að stinga af með Brett Fillmore og taka drenginn með
sér. Ef Brett var í vandræðum gagnvart þessum náungum var ólíklegt að Jacyee segði þeim hvar hann var.
Stærri maðurinn strauk yfir rakaðan kollinn þegar hann kom 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is