Flýtilyklar
Carol Ericson
Heltekinn
Lýsing
Nei, ég þarf ekki lífstíðarbirgðir af Viagra. Michelle Girard hnuss- aði og eyddi tölvupóstinum án þess að opna hann. Kannski gæti Alec Wright, tölvukennarinn í skólanum, stungið upp á betri rusl- póstsíu svo svona lagað kæmist ekki í innhólfið hennar.
Þegar músarbendillinn var yfir næstu skilaboðum, fann hún fyrir kvíða og höndina skalf aðeins. Fyrirsögnin var eins og högg í kvið- inn. Líkist dóttirin móðurinni?
Sömu skilaboð og fyrir mánuði síðan, annar óþekktur sendandi. Og eins og í mánuðinum áður, eyddi hún skilaboðunum án þess að opna þau eða lesa. Svo hreinsaði hún úr rusladallinum. Hún vissi ekki hvort eitthvert innihald væri í póstinum og vildi ekki komast að því.