Flýtilyklar
Carol Ericson
Hentihjónaband
Published
4. mars 2011
Lýsing
Skrautperlur lentu á harðviðargólfinu og dreifðust í allar áttir. Callie Price hékk yfir gluggasylluna, fæturnir dingluðu í lausu lofti, flæktir í silkikjólinn, rétt fyrir ofan jörðina. Hún sparkaði með fótunum og reyndi að teygja fæturna, íklædda háhæluðum hvítum satínskóm, til jarðar. Loks missti hún takið, datt niður í blómabeð og grófst undir kjólnum. Hún brölti á fætur, stökk úr blómabeðinu og skildi annan skóinn eftir í rakri moldinni.