Flýtilyklar
Carol Ericson
Illur ásetningur
Lýsing
Oftar en ekki tapar maður störukeppni við lík.
Christina deplaði augunum og leit af líflausum augum fórnarlambsins. Hún hafði verið á þrítugsaldri og stór skurður var á hálsinum á henni. Tarotspili hafði verið komið fyrir á milli fingra
hennar.
Tarotspil... Christina vissi sitthvað um þau. Hún hefði búist við
að sjá dauðann á hvítum hesti á spilinu, en þess í stað hafði morðinginn skilið eftir spil með mynd af yngismey og ljóni, tákni um
styrk.
Hún leit af líkinu og virti fyrir sér trén. Það skrjáfaði í laufblöðunum af óþolinmæði. –Hefur einhver rannsakað svæðið í kring?
Fitch undirforingi hjá lögreglunni í San Francisco veifaði fölri
hendi. –Gjörðu bara svo vel, Sandoval fulltrúi.
Hún beit saman tönnum og arkaði að trjánum. Ef ekki væri
fyrir tarotspilið, væri hún alls ekki hérna.
Þéttur gróðurinn var eins og svalt faðmlag, dempaði raddir
rannsóknarmannanna á bak við hana. Sólin var enn að reyna að
rífa burt þokuna og skein hér og þar á milli laufblaðanna og
myndaði sólstafi og skugga.
Hún andaði að sér ilminum af eucalyptus-trjánum, sem hreinsaði skilningarvitin og sendi adrenalínið af stað. Fórnarlambið
hafði verið að skokka á stígnum, annað hvort snemma í morgun