Flýtilyklar
Carol Ericson
Mansalshringurinn
Lýsing
Tim Ruskin, sérverkefnafulltrúi hjá FBI, þrýsti sér upp að málmvegg vöruskemmunnar og fitjaði upp á nefið yfir lyktinni
af rotnun og þvagi sem lagði úr hornunum. Hann færði sig til og hnéð á honum lenti utan í búri. Reiðin sem hann hafði
fundið fyrir þegar hann kom fyrst inn í húsið braust fram aftur og honum hitnaði öllum. Hann vildi ekki ímynda sér Lönu eða einhvern annan í haldi hérna inni.
Tveir glampar sáust frá litlu vasaljósi hinu megin í herberginu og Tim stífnaði upp og þreifaði eftir vopninu. Fingur hans
luktust um kaldan harðan málminn í byssunni og hann beit ákveðinn á jaxlinn. Hann myndi skjóta til að drepa ef einhvert af þessum lítilmennum svo mikið sem snerti vopn.
Það skrölti í hurðinni á vöruskemmunni og Tim spennti alla vöðva og gnísti tönnum þegar hann heyrði ískrið sem fylgdi
því þegar dyrnar opnuðust. Geisli frá vasaljósi féll yfir gólfið en ekkert sást nema skítug steinsteypan.
Tim hélt niðri í sér andanum, vonaði að sá sem var að koma inn væri með eitthvað meira en vasaljós í hendinni. Dyrnar
opnuðust betur og útlínur manns komu í ljós. Maðurinn hvæsti eitthvað og hóstaði meðan hann dragnaðist inn fyrir og dró eitthvað á hjólum á eftir sér.
Tim vöknaði um augun við að reyna að sjá eitthvað í myrkrinu fyrir aftan manninn sem blístraði falskt og sneri sér til að grípa í rofa til að kveikja ljós til að lýsa allt rýmið upp. Þó ekki í þetta skiptið því Tim og hans fólk hafði séð til þess. Náunginn greip í rofann og ekkert gerðist. Hann blótaði á spænsku.
Spænsku? Tim sleikti þurrar varirnar og leit til vinstri, eins og teymið hans hefði skýringu á því af hverju maðurinn talaði spænsku. Var von á félögum mannsins til að athuga af hverju ljósin kviknuðu ekki?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók