Flýtilyklar
Brauðmolar
Catherine Anderson
-
Afhjúpun
Keith Christiani starði á símann og lét hann
hringja þrisvar. Síðan tók hann svo fast um
tólið að hnúarnir hvítnuðu. Aðeins fáeinir útvaldir höfðu beina númerið á skrifstofuna hans.
Hann vissi hver var að hringja. –Christiani.
Keith heyrði grunnan og hryglukenndan
andardrátt. Loks tók hrjúf, kuldaleg rödd til
máls. –Settirðu pakkann í póst?
Keith leit á vogina á skrifborðinu sínu. Þetta
var glerkúla með snjókomu í, jólagjöf frá afastelpunni hans, henni Emily litlu. Sársaukastingur nísti hann og hann lokaði augunum.
Eftir aðeins fáeinar klukkustundir yrði þessu
lokið. Hann myndi fljúga með fjölskylduna
sína í öruggt skjól og síðan segja yfirvöldunum
hvar þau gætu nálgast lykilinn. –Hví spyrðu?
Ég veit að ánarnir þínir voru að elta mig í allan
dag.
–Ég er líka með menn á mínum snærum sem
vakta heimili þitt. Það er eins gott að þetta hafi
verið pakkinn til mín, sem þú póstlagðir.
Annars verður afastelpan þín komin á líkbörurVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Kraftaverkið þeirra
–Pabbi!–Halló, gúrka! Mike þreif Sophie upp í fangið á sér og sveiflaði henni í hring, hlátur þeirra ómaði um hlaðið og endurkastaðist af gömlu steinveggjunum í hlöðunni svo að hún fékk kökk í hálsinn.Þessi tvö dýrkuðu hvort annað og núna var gleðisvipurinn á þeim svo smitandi að Fran gat ekki annað en brosað.–Hvernig hefur eftirlætisstelpan mín það í dag? spurði hann og horfði framan í geislandi andlit dóttur sinnar eftir þétt faðmlag.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fullkomin gjöf
Þú þekkir mig, læt alltaf plata mig, svaraði hann með letilega, kynþokkafulla brosinu sem fékk blóðið til að hitna í æðum hennar. Einn sjúklinga minna var afar ákveðinn fyrir mína hönd og það hefði verið durtslegt að neita. Auk þess er maturinn frábær, ef ég man rétt. Allt í lagi, hann hafði ekki komið til að hitta hana, en við hverju hafði hún svo sem búist? Tvö ár var langur tími og mjög mikið hafði gerst. Of mikið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.