Flýtilyklar
Brauðmolar
Carson & Delaneys
-
Draugaþorpið
Tom var dáinn.
Hún hafði verið dregin burt frá lífvana líkama hans og brostnu, brúnu augunum fyrir hálftíma en samt sá hún ekkert
annað en Tom þar sem hann lá flatur á gólfinu með útlimina í ankannalegri stöðu. Augun voru opin en sáu ekki neitt.
Blóð.
Hún sat í aftursæti lögreglubifreiðar sem ekið var í gegnum Austin. Daisy Delaney, óþæga sveitasöngkonan sem Bandaríkjamenn elskuðu. Allt þar til hún sótti um skilnað frá gulldreng sveitatónlistarinnar, Jordan Jones. Nú hötuðu hana allir og einhver vildi hana feiga.
Fyrst höfðu þau drepið Tom.
Hana langaði til að loka augunum en óttaðist að hún sæi Tom bara enn skýrar fyrir sér ef hún gerði það. Þess vegna
einbeitti hún sér að því sem hún sá út um gluggann. Sólaruppkomuna og grænu grasflatirnar í úthverfunum.
Hún harkaði af sér, enda þótt lífvana augu Toms sæktu á hana. Og allt blóðið. Lyktin af því. Henni var óglatt og hana
langaði óskaplega til að gráta, en hún ætlaði að harka af sér.
Þú verður að halda andlitinu, Daisy mín, alveg sama hvað gengur á. Aldrei láta fólk sjá að þér sé brugðið.
Engu skipti þótt nafnið sem móðir hennar hafði gefið henni væri Lucy Cooper. Pabbi hafði alltaf notað listamannsnafnið
hennar, sem hann hafði reyndar gefið henni. Daisy Delaney, eftir kærri ömmu hans. Hún hafði gefið honum fyrsta gítarinn.
Hún hafði verið harðánægð með það enda þótt móðir hennar og bróðir hefðu ekki orðið kát. Í fyrsta sinn á ævinni veltiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjandmaðurinn
Jen Delaney þótti vænt um bæinn Bent í Wyoming. Þar var hún fædd og uppalin. Hún naut virðingar í samfélaginu, meðal annars vegna þess að hún rak einu verslunina sem seldi matvörur og aðrar nauðsynjar.
Hún sat á hækjum sér og leit í kringum sig í búðinni, sem hún hafði tekið við þegar hún var átján ára, meðan hún var að fylla í hillurnar. Undanfarinn áratug hafði þessi litla búð verið hennar ær og kýr með sína mjóu ganga og hrærigraut af nauðsynjavörum.
Hún hafði alltaf vitað að hún myndi eyða ævinni hamingjusöm í Bent og búðinni sinni, sama hvað gerðist í kringum hana.
Endurkoma Tys Carsons breytti því ekki, þó að hún færi vissulega í taugarnar á Jen. Til að bæta gráu ofan á svart höfðu
fjölskyldur þeirra tengst á undanförnum mánuðum. Það var sannkallað stórslys.
Laurel, systir hennar, og Grady, frændi Tys, voru orðin hjón.
Það hafði verið áfall og jaðrað við svik, enda þótt erfitt væri að álasa Laurel. Grady var svo skotinn í henni að það var fyndið.
Þau voru ástfangin og hamingjusöm og senn yrðu þau foreldrar.
Jen reyndi að hata þau ekki fyrir það.
Hún gat fyrirgefið Cam, bróður sínum, fyrir að eiga í alvarlegu ástarsambandi við Hilly, sem var líffræðilega af Carsonkyni, en hafði ekki vitað það fyrr en fyrir skemmstu. Þar að auki var Hilly ekkert lík hinum Carsonunum. Hún var indæl og hreinskiptin.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Örlaganótt
Í augum Dylans Delaney var það sem við honum blasti hreinn og klár hryllingur. Carsonar og Delaney-fólk var ekki bara að blanda geði í garðinum heldur skemmta sér saman og halda hátíð.
Fólkið var að halda upp á giftingu systur hans, sem var heiðvirð, löghlýðin og góðhjörtuð kona og starfaði sem lögreglufulltrúi. Brúðguminn var einskis nýtur lygalaupur og svindlari af Carson-ætt sem rak knæpu.
Eina ástæðan fyrir því að Dylan þagði var hamingja systur hans þar sem hún dansaði við eiginmann sinn. Nei, ástæðurnar voru reyndar tvær. Hin var vel búinn bar í hlöðu Carson-fólksins, sem hafði verið breytt í veislusal fyrir Laurel og Grady.
Dylan hafði alist upp við að hata Carsonana og allt sem þeir sögðu og gerðu. Delaney-fólkið var ekki þjófótt lygahyski eins og þeir. Delaney-fólkið hafði verið meðal máttarstólpa bæjarins frá því að hann var stofnaður á nítjándu öld.
Systkini Dylans höfðu alltaf verið lin. Kjarnakonan Jen hafði að vísu tekið afstöðu með honum en Cam og Laurel voru sífellt að linast. Nú voru þau meira að segja farin að umgangast Carsona.
Og í þokkabót áttu þau í ástarsambandi við fólk af því kyni.
Dylan var hreykinn af staðfestu sinni. Hann hafði staðið sig betur en helftin af systkinunum. Cam og Laurel höfðu með glöðu geði sagt skilið við ættardeilurnar en Dylan reyndi sitt besta til þess að halda þeim við.
Systir hans hafði rétt í þessu gifst manni úr Carson-fjölskyldunni. Hún var í sjöunda himni. Dylan kaus að láta sem hann sæi ekkki hamingju hennar.
–Hefurðu áhyggjur af dýrmætu ættinni þinni, Delaney?
Dylan hnussaði. Það gerði hann sjaldan. Yfirleitt kom hann fram við Vanessu Carson af yfirvegun, áhugaleysiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannshvarf
Litla systir hans hafði hins vegar takmarkaðan skilning á því.
–Ég er í vanda, sagði hún án þess að heilsa þegar Cam sté út úr bílnum. Hann hafði lagt honum á stæðinu við skrifstofur lögreglustjórans í Bentsýslu og haldið að hann myndi hitta Laurel inni, en þarna stóð hún og beið eftir honum.
–Ég sagði þér að giftast ekki manni af Carson-kyni en þú vildir ekki hlusta.
–Það er ekki það, sagði Laurel. Henni stökk ekki einu sinni bros og hreytti heldur ekki í hann neinum ónotum. Það þýddi að hún var í lögguham. –Inni er kona sem er að reyna að gefa skýrslu um mann sem er saknað, en hann er ekki til.
Cam stakk höndunum í vasana og reyndi að sýna þverhausnum, systur sinni, dálitla þolinmæði. –Hvað kemur mér það
við?
Laurel stundi eins og Cam væri heimskasti maður á jarðríki.
Ekki bætti það geð hans.
–Ég, sem lögregluþjónn, get ekki gert mikið til að hjálpa henni.
Öðru máli gegnir um þig.
–Ég rek öryggisþjónustu. Í hagnaðarskyni. Við erum ekki einkaspæjarar og vinnum ekki fyrir lögregluna.
Cam var reyndar eini starfsmaður fyrirtækisins, en áform hans voru mikil og stór.
–Það er eitthvað við þetta mál, sagði hún og gaut augunum til byggingarinnar þar sem stöðin var til húsa. –Ég átta mig ekki á því hvað það er og hef ekki tíma til að komast að því. Þú hefur hins vegar nægan tíma.
–LaurelEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Einsetumaðurinn
Gracie Delaney var ekki hrifin af gælunafninu „Engill dauðans“ en í bænum Bent í Wyoming var það hálfgert réttnefni.
Ef hún birtist á dyrapallinum hjá fólki án þess að gera boð á undan sér vissi það hvað í vændum var.
Hún var ung og ofur venjuleg stúlka, en útlitið blekkti fólk ekki lengur. Hún var dánardómstjóri og meinafræðingur í
Bent. Dauðinn var hennar viðfansgefni.
Skondið. Lífið var miklu erfiðara en dauðinn. Dauðinn var auðveldur og varanlegur. Orsökin var stundum óljós, en þá
ráðgátu leysti Gracie alltaf.
Gracie dæsti þegar hún lagði bílnum á hlaðinu hjá Will Cooper.
Lífið var hins vegar fullt af ráðgátum sem hún gat með engu móti fundið lausn á. Hvers vegna heimsótti hún Will
enn reglulega til þess að kanna hvernig hann hefði það þótt liðin væru tvö ár frá því að hún tilkynnti honum að konan
hans væri látin?
Hún hafði tilkynnt mörgum um andlát náins ættingja á liðnum árum. Viðbrögð margra voru minnisstæð en enginn
nema Will hafði fengið hana til að taka til sinna ráða utan ramma embættisins.
Sennilega var það vegna þess að hann sætti sig ekki við þá skýringu að eiginkonan hefði einfaldlega ekið út af og bíllinn skollið á tré. Hann var sannfærður um að rannsóknarlögregluþjónunum hefði yfirsést eitthvað. Hann hafði hamrað á því að um fólskuverk hefði verið að ræða.
Gracie hafði vorkennt honum og fundið til með honum fyrir að geta ekki sætt sig við sannleikann. Þess vegna hafði hún
veitt honum aðgang að skýrslum sem ekki voru ætlaðarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vernd kúrekans
Addie Foster sat í farþegasætinu, horfði út um gluggann og fylgdist með nýjum heimi þjóta hjá. Jackson Hole hafði verið frábrugðinn öllu sem hún hafði kynnst, en Bent í Wyoming var eins og framandi pláneta.
Hún hafði alist upp í hjarta Boston og ævinlega búið í borg.
Stöku sinnum hafði fjölskyldan ferðast til Maine í fríum, notið strandanna og gætt sér á ís.
Þetta var allt annar handleggur. Þetta var ekki einu sinni eins og í gömlu vestrunum sem afi hennar hafði haft yndi af að horfa á. Þá hafði hann rifjað upp bernskuárin sín í Delaneyfjölskyldunni í bænum Bent í Wyoming. Addie hafði ekki veitt frásögnum hans sérstaka eftirtekt.
Nú hugsaði hún um þær.
Seth bærði á sér í bílstólnum í aftursætinu. Addie reyndi að kyngja kekkinum í hálsinum. Systir hennar hafði beðið bana við að reyna að vernda þennan yndislega, litla dreng, og Addie reynt að gæta hans undanfarna níu mánuði.
Faðir drengsins hafði ekki gert þeim lífið létt. Addie hafði tekist að fela Seth í þrjá mánuði áður en Peter Monaghan
fimmti hafði komist að blekkingum systur hennar. Enginn blekkti Peter Monaghan fimmta.
Í hálft ár hafði Addie þvælst um landið uns hana þraut peninga og fölsuð skilríki. Þá hafði hún haft samband við einuEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekaréttlæti
Laurel Delaney kannaði líkið fyrir framan sig með eins miklu hlutleysi og hún gat.
–Þekkirðu hann? spurði lögreglufulltrúinn sem hafði verið fyrstur á staðinn.
–Við erum fjarskyld. En hverjum er ég ekki skyld hér? sagði Laurel og reyndi að brosa. Jason Delaney. Þau voru þremenningar eða eitthvað. Dauður úti í haga eftir skotsár í brjóstið.
–Bóndinn hringdi í lögregluna.
Laurel kinkaði kolli og skoðaði líkið. Þetta var aðeins annað morðið hennar síðan hún var ráðin af fógetanum fyrir sex árum og bara fyrsta morðið hennar síðan hún byrjaði sem rannsóknarlögreglumaður.
Og já, hún var skyld fórnarlambinu. Hún var því miður ekki að ýkja um fjölda íbúa Bent County sem hún var skyld. Hún
hafði bara hitt Jason á ættarmótum eða í jarðarförum hér eða þar, en það var allt og sumt. Hann bjó ekki í Bent.
–Við erum með vísbendingu, sagði Hart lögreglufulltrúi.
–Hver er hún? spurði Laurel og leit í kringum sig. Þetta býli, eins og allir aðrir staðir í Bent, Wyoming, var einskismannsland. Engir þjóðvegir, engar búðir nálægt. Bara engi og fjöll í fjarska. Fallegt og einangrað og alls ekki þar sem maður gæti átt von á að finna morðfórnarlamb.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.