Flýtilyklar
Cathy Gillen Thacker
Stórbóndinn
Lýsing
Eins og ég sagði ætla ég ekki að gera þetta.
Sara Anderson starði á fyrrverandi hermanninn sem stóð hinum megin við hrörlega girðinguna í haganum.
Matt McCabe hafði komið heim úr herleiðangri til Miðausturlanda fyrir einu og hálfu ári og síðan sokkið æ dýpra í
sjálfskipaða einveru sína þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ættingja og vina til þess að draga hann út á meðal manna.
Svona þunglyndiseinangrun var ekki af hinu góða, ekki einu sinni fyrir nýbakaðan stórbónda í Laramiesýslu.
Vissi hún það ekki manna best?
Hún ætlaði að minnsta kosti ekki að sitja aðgerðarlaus og horfa upp á sams konar harmleik eiga sér stað að nýju. Allra
síst þegar í hlut átti maður sem hún hafði verið nátengd á yngri árum. Hún skyldi að minnsta kosti gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir það. Og hún var sannfærð um að það tækist.
Sara skalf ögn í svölu marsloftinu. Hún gekk í kringum gömlu girðingarstaurana og ryðgaðan gaddavírinn sem lágu
í bing í haganum. Þar voru engar skepnur á beit. Hún kreisti fram bros framan í hávaxna, myndarlega og stælta manninn.
Matt var skarpleitur og festulegur og ákaflega heillandi. Meira að segja þegar hann hugsaði lítið um útlitið á sér, eins og núna.
Fötin voru gömul og snjáð, en hrein. Stígvélin máttu muna sinn fífil fegri.
Dökka hárið sem gægðist undan barðinu á svarta kúrekahattinum var í síðara lagi. Það myndaði lokka á enninu, eyrunum og í hnakkanum. Enda þótt hann hefði bersýnilega farið í bað
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók