Flýtilyklar
CATTLE BARGE
Morð og mistilteinn
Lýsing
Hann lagði bílnum, dró gráa kúrekahattinn niður á ennið og bretti kragann upp til að skýla sér aðeins fyrir kuldanum.
Dalton reyndi að hugsa ekki um ungu stúlkuna hangandi í snörunni þegar hann ýtti bílhurðinni upp með öxlinni. Vindurinn feykti hattinum af honum en hann náði honum aftur og hélt á honum. Atburðurinn fyrir framan hann kom honum úr jafnvægi og minningarnar helltust yfir, eins og öldur sem færa brimbrettasiglara í kaf, þangað til hann vissi hvorki upp né niður.
Hugboð greip hann heljartökum og hann stífnaði allur. 14 ár voru langur tími til að lifa með sektarkennd yfir því að hann hefði getað bjargað henni ef hann hefði komið hingað.
Lögreglustjórinn stóð innan við bráðabirgðalokun, sem hafði verið komið fyrir kringum tréð, alvarlegur á svipinn. Hann stóð álútur og hlustaði á lögreglumann sem var að tala við
hann. Bærinn hafði verið fullur af fjölmiðlafólki síðan í lok sumars þegar Mike Butler, pabbi Dalton og auðugasti maðurinn í sýslunni, hafði verið myrtur á búgarðinum sínum.
–Herra minn, þú mátt ekki vera hérna, sagði Granger lögreglumaður og breiddi út handleggina til að stoppa Dalton.
–Ég þarf að tala við lögreglustjórann. Hann var ákveðinn í að ganga framhjá Granger og ekkert annað en handtaka kæmi í veg fyrir það.
Það var eins og Granger vissi það líka. Hann kallaði í Sawmill en stóð kyrr með handleggina útbreidda.
Lögreglustjórinn leit við og honum brá greinilega. Hann var greinilega stressaður þegar hann tók stefnuna til Dalton og stoppaði aftan við Granger.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók