Christy Jeffries

Glapræði
Glapræði

Glapræði

Published September 2017
Vörunúmer 380
Höfundur Christy Jeffries
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Á hverjum einasta morgni í þrjátíu ár, eða alla ævina, hafði Kylie Chatterson vaknað ein.
Þar til núna.
Hún velti sér á hliðina á fínu hóteldýnunni og glaðvaknaði.
Ljóshærður karlmaður, sem minnti á engil, lá við hliðina á henni og lét fara vel um sig.
Hver í ósköpunum var hann og hvernig hafði hann komist þangað?
Stæltur líkaminn var skorinn eins og marmarastytta af grískum guði, en þetta listaverk var mun hlýrra og raunverulegra.
Morgunsólin skein skært inn um gluggann, sem hún hafði greinilega gleymt að draga fyrir, og varpaði óþarfa ljósi á vaxandi skömm hennar.
Kylie hélt niðri í sér andanum og skipaði líkama sínum að halda kyrru fyrir svo að höfuðið á henni gæti áttað sig á staðreyndum málsins. Allt hringsnerist fyrir augunum á henni.
Fyrsta staðreynd var sú að hún hafði flogið til Reno til að taka þátt í blönduðu gæsapartýi vinkonu sinnar daginn áður. Þetta var herbergið sem henni hafði verið úthlutað í upphafi, vegna þess að skrautlega ferðataskan hennar stóð á töskuhillunni við fótagaflinn. Hún var að minnsta kosti þar sem hún átti að vera. Það var gott.
Önnur staðreynd: Hún mundi eftir því að hafa hitt nokkra

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is