Flýtilyklar
Christy Jeffries
Pabbi eftir pöntun
Lýsing
4. september
Kæri hermaður.
Ég heiti Hunter Walker. Ég er í fimmta bekk hjá ungfrú Gregson. Ég á heima í Sugar Falls í Idaho, sem er leiðinlegasti bær í heimi. Mér finnst gaman í fótbolta og hafnabolta, en mamma vill ekki leyfa mér að spila. Amma segir að pabbi hafi verið besti fótboltamaður sem Sugar Falls hafi nokkurn tíma átt, en hann dó þegar ég var lítill. Fyrst ég má ekki spila hef ég ekkert að gera þegar mamma er að vinna eða með vinkonum sínum.
Mamma er ágæt, en alltof mikið fyrir stelpudót. Hún á flott bakarí sem er frægt fyrir smákökur og vinkonur hennar eru alltaf að reyna að finna eitthvað handa mér að gera. Mia frænka fór með mig í jóga, en mér fannst hundleiðinlegt að vera eini strákurinn. Amma vill að mamma leyfi mér að spila fótbolta, en mamma neitar. Hún segir að amma sé of ýtin og þurfi að slaka á.
Amma er ágæt, nema þegar hún kaupir á mig föt sem eru ljót og alltof stór. Ég fæ aldrei að gera neitt skemmtilegt. Stundum sakna ég pabba, þó að ég muni ekki eftir honum. Það væri gaman að geta stundum talað við karlmann. Ég á eiginlega ekkert sameiginlegt með hinum strákunum í bekknum og þeir gera oft grín að mér.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók