Christy Jeffries

Undir stjörnuhimni
Undir stjörnuhimni

Undir stjörnuhimni

Published Janúar 2018
Vörunúmer 384
Höfundur Christy Jeffries
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Alex Russell leit um öxl á silfurgráa fernra dyra jeppann sem nam staðar fyrir aftan hann. Liturinn var í stíl við skýin á himninum og skap hans þessa stundina. Skreytingarnar á hliðinni á bílnum voru líflegri útgáfur af þeim sem finna mátti á bátnum sem hann var að fylla af kössum, róðrarspöðum og vatnsþéttum pokum.
Afi hans hoppaði niður úr bílstjórasætinu. Hver einasti maður í vestanverðu Idaho, þar á meðal Alex, kallaði hann sjóliðsforingjann vegna þess að hann var sérfræðingur í að sigla á Sugar-ánni. Konan í farþegasætinu sat kyrr og talaði í
símann. Alex ranghvolfdi augunum. Hún var nákvæmlega kaupstaðarkona af því tagi sem hann hafði átt von á.
Þegar pabbi hans hafði hringt um morguninn, hóstandi og kvartandi um sárindi í hálsi, hafði Alex boðist til að hlaupa í
skarðið fyrir hann sem leiðsögumaður dagsins í flúðasiglingunum. Pabbi hans gæti eflaust siglt niður flúðirnar blindandi, jafnvel þótt hann væri með hita, en það væri ekki snjallt fyrir viðskiptin að smita farþegana. Nógu slæmt var að þurfa að bjóða þeim upp á eilífa ólund afans. Farþegarnir þurftu á einhverjum að halda sem gat skutlað þeim á milli upphafs- og áfangastaðar.
–Pabbi sagði að það væru fimm í hópnum í dag, sagði Alex þegar afi hans nálgaðist.
–Þeir áttu að vera fimm. Sjóliðsforinginn hafði aldrei verið félagslyndur og gekk jafnan um með tannstöngul uppi í sér, líklega til þess að þurfa ekki að tala við fólk. Veðrað

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is