Christy Jeffries

Verktakinn
Verktakinn

Verktakinn

Published Desember 2017
Vörunúmer 383
Höfundur Christy Jeffries
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Julia Calhoun Fitzgerald kapteinn átti ekki í neinum vandræðum með að stjórna hópi lækna og hjúkrunarfólks á skurðstofu meðan á höfuðkúpuaðgerð stóð, en þó að hún stæði á höfði, allsnakin, og blési í gjallarhorn myndi enginn á kaffihúsinu Kúrekastelpunni taka eftir henni.
–Mætti ég fá... Julia þagnaði þegar henni var ljóst að hún var að tala við bakið á drengnum sem tók af borðunum.
Hann hafði lagt bakkann frá sér á bekkinn við hliðina á henni án þess að hirða um að spyrja hvort hana vanhagaði
um eitthvað.
Hún kom auga á laust sæti. Þangað gæti hún farið og aftur setið kyrr í tuttugu mínútur þangað til gengilbeinan tæki eftir henni. Hún gæti líka seilst í munnþurrkuna og hnífapörin á næsta borði. Hún ákvað að taka síðari kostinn.
Þegar hún hafði komið nýfengnu munnþurrkunni tryggilega fyrir í kjöltu sér skar Julia morgunverðarvefjuna sína í tvennt, snyrtilega og með nákvæmni skurðlæknisins, en klemmdi svo aftur varirnar þegar hún sá eitthvað sem líktist
brúnni sósu vella út úr vefjunni miðri. Þetta gat ekki staðist.
Hún leit upp og litaðist um í von um að fanga athygli gengilbeinunnar, sem virtist vera ein á vakt og skaust milli borð anna með minniblokkina sína.
Var þessi staður alltaf svona þéttsetinn? Julia hafði aðeins komið á veitingastað frænku sinnar tvisvar

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is