Flýtilyklar
Brauðmolar
Cindi Myers
-
Veðurteppt
Löggur. Hún var ekki hrifin af þeim heldur og var á leiðinni á heimili sem var fullt af löggum. Ef Lacy Milligan væri ekki ein af bestu vinkonum hennar í öllum heiminum hefði hún snúið bílnum við og ekið rakleiðis aftur til Denver en Lacy var vinkona hennar og það var ekki á hverjum degi sem vinkonur giftu sig. Svo að ekki sé minnst á að það var mikið mál að sjá um veitingarnar í þessu brúðkaupi. Lacy var vel þekkt í Colorado og fjölmiðlar áttu örugglega eftir að fjalla um brúðkaup hennar og Travis Walker lögreglustjóra. Fjölmiðlar höfðu slefað yfir kaldhæðninni í þessu... Lacy ætlaði að giftast manninum sem hafði átt þátt í að koma henni í fangelsi fyrir morð sem hún framdi ekki.
Lögreglustjórinn hafði bætt fyrir það með því að hjálpa til við að fá Lacy látna lausa og þetta allt saman var saga sem fjölmiðlar fengu ekki nóg af.
Þetta gæti verið stóra tækifærið sem Bette þurfi að fá til að koma veitingaþjónustu sinni á kortið. Hvað var smávegis snjór í samanburði við að hjálpa vinkonu sinni og koma starfsframanum betur af stað? Hún hafði þurft að fást við
erfiðari aðstæður en þetta. Hún hafði ekki alltaf valið vel áður fyrr en nú var hún breytt manneskja og í þetta skipti ætlaði hún að láta þetta heppnast.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Innilokun
–Hvað eru þetta orðin mörg skipti, Alton? spurði Ryder og virti ökumanninn fyrir sér.
–Fyrsta í ár, fjórða í allt. Alton horfði á bílinn.
–Ég lenti ansi djúpt núna. Mér sýnist að þetta ár verði slæmt með tilliti til snjóflóða.
–Veðurfréttamaðurinn sagði að það myndi snjóa mikið í ár. Ryder horfði til himins, á skýin sem sátu neðarlega og líktust mest skítugri bómull. –Þetta er í annað skiptið sem við þurfum að loka þjóðveginum í þessari viku. Það er ekki víst að hann opnist aftur fyrr en eftir nokkra daga ef veðrið heldur svona áfram.
–Þið ættuð að vera vön þessu hérna, sagði Alton, –það gerist nógu oft til þess. Ég get samt ekki sagt að mig langi til að vera lokaður frá umheiminum á þennan hátt.
–Bara fjórir dagar síðasta vetur, sagði Ryder.
–Og hvað, þrjár vikur þar á undan?
–Fyrir þremur árum, en já. Ryder yppti öxlum. –Þetta er það sem við borgum fyrir að búa í paradís. Þannig litu flestir íbúar Eagle Mountain á bæinn, litla fallega bæinn sem fylltist af ferðamönnum á sumrin og haustin. Það var ekki nema
ein leið inn og út úr bænum sem lokaðist stundum í snjóflóðum á veturna en það jók bara á að dráttaraflið fyrir suma.
–Ég þarf greinilega að finna gistingu í bænum þangað til veðrinu slotar, sagði Alton og horfði á snjóbreiðuna yfir veginum fyrir framan þá.
–Hefur þér dottið í hug að biðja um að fá annað svæði? spurði Ryder. –Svæði þar sem snjó flóð eru ekki svona tíð?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gistihúsið
Á göngu sinni eftir stígnum upp á Dakótahrygg sagði Paige Riddell við sjálfa sig að það, sem hún hygðist fyrir, væri ekki ólöglegt.
Ekki var víst að vinur hennar, lögreglufulltrúinn Gage Walker, væri henni sammála, en hún hafði ekki leitað álits hans. Larry Rowe, bæjarstjóri í Arnarfjöllum, myndi hreyfa mótmælum, en Larry tók hvort eð var ævinlega afstöðu með fyrirtækjum og félögum gegn fólki eins og Paige, og ekki síst Paige sjálfri.
En hún vissi að hún hafði rétt fyrir sér.
CNG-byggingafélagið var að brjóta lög og í vasanum var hún með afrit af dómsúrskurði sem sannaði það.
Það glamraði í verkfærunum þegar hún arkaði upp skógarstíginn. Hún hafði fengið lánaða járnsög hjá nágranna sínum. Klippurnar hafði hún keypt í byggingavöruverslun í næsta bæ. Það hafði verið spennandi að skipuleggja þennan leiðangur og góð tilbreyting frá venjubundnu tilverunni hennar á gistiheimilinu Bjarnarhíði, sem hún stýrði, og
sjálfboðastörfum af ýmsu tagi.
Hún nam staðar til að kasta mæðinni og lagfæra ólarnar á bakinu. Svöl vindhviða feykti nokkrum fölnuðum asparlaufum yfir stíginn og bar með sér furuilm. Eftir viku eða svo yrði kominn snjór uppi á hryggnum, sem
blasti við í fjarska hægra megin við hana.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Staðfastur vörður
Gult var alltof glaðlegur litur fyrir morðhótun.
Brenda Stenson starði á blaðið sem lá á borðinu fyrir framan hana. Fjörleg teikning af blómum var neðst á blaðinu svo að orðin sem skrifuð voru á það með kolsvörtu bleki hljómuðu næstum eins og brandari. En það var samt ekkert fyndið við skilaboðin, öll með stórum stöfum.
BRENNDU BÓKINA EF ÞÚ VILT HALDA LÍFI.
Þessi stuttu skilaboð á þessu fjörlega blaði höfuðu verið í samskonar gulu umslagi sem var límt á hurð aðalinngangsins á Sögusafni Eagle Mountain. Brenda kom auga á það er hún mætti til vinnu á mánudagsmorgni og gladdist yfir því
að einhver vinkvenna hennar væri áreiðanlega að senda henni fyrirfram afmæliskveðju. Það voru að vísu tíu dagar í afmælið hennar en eins og Lacy, besta vinkona hennar, hafði bent á fyrir tveim dögum var þrítugsafmæli svo stór áfangi að því bar að fagna í heilan mánuð.
Skilaboðin komu henni svo sannarlega á óvart, en ekki ánægjulega. Fyrst þegar Brenda las þau varð hún ringluð eins og um væri að ræða orð á útlensku eða fornmál. Þegar hún áttaði sig á hvers kyns var fann hún til ógleði og svima. Sá sem sendi svonalagað gat ekki verið með öllum mjalla. Hvað átti þetta eiginlega að þýða? Hún hafði aldrei gert flugu mein, og átti þetta alls ekki skilið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á refilstigu
Gage Walker taldi sig ekki vera hjátrúarfullan mann, en hann hann vildi samt ekki storka örlögunum. Ekki monta sig af ríkidæmi því að þá var eins víst að kæmi að skuldadögum og allt færi í súginn. Ekki ætla í veiðitúr í apríl og skilja regnfötin eftir heima af því að það var sólskin þegar lagt var af stað. Ekki kvarta undan ekkert væri að gera í vinnunni því að þá var eins víst að krafist yrði yfirvinnu út næstu viku.
Ef maður vann sem lögreglufulltrúi í fáfarinni sveit var gott að ekkert væri að gera og hann minnti alltaf nýliða og varamenn á það.
Ef ekkert var að gera var lítið um afbrot og allir voru ánægðir. Það gæti látið tímann líða hraðar og verið spennandi ef alvöru glæpir voru framdir, en það þýddi líka að einhver beið tjón eða meiddist. Í versta falli væri þá einhver dáinn.
Maðurinn og konan á tjaldstæðinu upp undir Dakotaási voru svo sannarlega dáin. Hvort um sig hafði verið skotið í hnakkann eins og um aftöku hefði verið að ræða. Bæði voru á fertugsaldri og að öllum líkindum verið fallegt
par áður en einhver hafði bundið hendur þeirra fyrir aftan bak og skotið þau í höfuðið. Samkvæmt ökuskírteininu í veski mannsins var þetta Greg Hood, búsettur í Denver.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Klækjabrögð
Lacy Milligan gretti sig þegar þunga stálhurðin skall að stöfum fyrir aftan hana. Eftir tæplega þriggja ára vist fékk hún enn hroll er hún heyrði hljóðið. En framvegis þyrfti hún aldrei að heyra það. Frá og með þessum degi var hún frjáls kona.
Hún elti vörðinn eftir flísalögðum ganginum. Sterk lykt af sótthreinsiefnum réðst á vit hennar.
Við dyrnar að móttökuherberginu fremst í byggingunni nam hún staðar og beið meðan annar vörður opnaði þær.
Handan dyranna beið Anisha Cook, lögmaður hennar, og ljómaði öll. Hún faðmaði Lacy að sér.
Lacy stirðnaði. Þetta var eitt af því sem hún yrði að venjast. Hún var fyrir löngu orðin óvön allri snertingu, sem var bönnuð í fangelsinu. Snerting á borð við faðmlag gat leitt til líkamsleitar og jafnvel refsingar.
En þær reglur giltu ekki um hana lengur.
Þess vegna endurgalt hún faðmlagið eftir bestu getu.
Þá tók hún eftir því að í herberginu var fleira fólk, svo sem fangelsisstjórinn, blaðamenn og foreldrar hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Í klóm hryðjuverkamanns
Hann lokaði augunum og hvíldi höfuðið við svala málmhlífina yfir vinnuborðinu. Formúlur birtust fyrir hugskotssjónum hans eins og afspyrnuleiðinleg bíómynd, flóknir útreikningar á orkuflutningi og kjarnasamruna, blaðsíður úr námsbókum sem hann hafði lesið fyrir langa löngu og lagt á minnið, brot úr vísindagreinum sem hann hafði ýmist skrifað sjálfur eða lesið
og heilu dálkarnir með útreikningum sem höfðu hreiðrað um sig í heila hans líkt og aðrir mundu símanúmer eða geymdu minningar um kvöldstund yfir góðum mat. Hann bjó yfir ljósmyndaminni á tölur og útreikninga, nokkuð sem hafði fleytt honum fyrirhafnarlaust í gegnum háskólanámið og auðveldað honum rannsóknirnar sem höfðu skilað honum svolítilli frægð og meira að segja komið honum í nokkrar álnir.
Ekkert af þessu skipti hins vegar máli nú þegar eiginkonan var dáin og dóttirin óralangt í burtu. Amanda var fjögurra ára þegar hann sá hana síðast. Núna var hún orðin fimm ára, hann hafði misst af stórum kafla í lífi hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Tómarúm
Reynslan hafði kennt Andreu McNeil að treysta fyrstu hughrifum þegar hún hitti karlmann. Hún hafði lært að lesa skaplyndi og tilhneigingar úr líkamsburði og augum. Þögnin sagði jafn mikið um þá og orðin, hvort sem þeir voru hetjur eða stórglæpamenn.
Af manninum, sem nú stóð fyrir framan hana, geisluðu styrkur og kvíði. Herðarnar voru breiðar og báru vitni um þrjósku. Festuleg hakan sömuleiðis. Ljósa hárið var stuttklippt og vel snyrt, andlitið nauðrakað og líkamsstaðan teinrétt, enda þótt hann væri klæddur gallabuxum, gönguskóm og skyrtu en ekki hermannabúningi. Hann hreyfði sig á þokkafullan hátt eins og veiðimaður og þegar hún horfði í brúnu augun sá hún stolt, hugrekki og mikla sorg.
–Ég vil bara að þú hjálpir mér að muna andlitið á manninum sem drap vin minn, sagði hann áður en hún hafði boðið honum
sæti á sófanum andspænis stólnum hennar á litlu skrifstofunni skammt frá aðalstrætinu í
bænum Durango í Coloradó.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldraun í óbyggðum
–Hér koma konan og ökumaðurinn hennar, sagði Luke, –af hverju ætli hún hafi ekki farið með þeim.
–Kannski er hún að fara að versla eða láta laga á sér hárið. Travis reyndi að láta spennuna
ekki heyrast í röddinni um leið og hann lyfti sjónaukanum aftur til að virða fyrir sér fólksbílinn sem hafði stoppað neðan við innkeyrsluna. Hann sá glitta í karlmann undir stýri og konu við hlið hans en þurfti engan sjónauka til að vita hvernig konan leit út. Leah Carlisle var 27 ára gömul með dökkt liðað hár sem hún var vön að slétta. Augun voru brún á litinn, eins og
gott kaffi með mjólk, og hún gat sýnt margvíslegar tilfinningar með augnaráðinu einu og sér.
Hún var vel vaxin, mittið mjótt og afturendinn stinnur, brjóstin lítil og stinn og dásamlega næm. Hún naut kynlífs og þau höfðu passað svo vel saman...Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sérsveitin
Hann bægði kunnuglegum óróleikanum frá sér og fór yfir smáatriðin í verkefni dagsins. Ungur, hvítur maður, líklega á miðjum þrítugsaldri, grannvaxinn, íþróttamannslegur, um 1,70 cm á hæð. Á myndunum af honum sem hann hafði fengið úr öryggismyndavélunum frá Scotland Yard í London var hann vel rakaður og brúnt hárið stuttklippt. En Luke myndi þekkja hann þótt hann hefði látið sér vaxa skegg og litað hárið. Hann var góður í því.
Þess vegna hafði FBI ráðið hann og hans líka til sín, hermt eftir aðferð sem Bretar höfðu notað, að safna saman hópi manna sem átti auðvelt með að þekkja andlit og láta þá leita uppi sakamenn áður en þeir frömdu fleiri glæpi.
Annar maður sem Luke vonaðist til að koma auga á var maður á fimmtugsaldri, dökkur yfirlitum með stálgrátt liðað hár, og enn annar, þéttur, krúnurakaður Asíumaður með ör við annað augað.
Ef hann kæmi auga á einhvern þeirra átti hann að fá þá inn til yfirheyrslu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.