Flýtilyklar
Brauðmolar
Cindi Myers
-
Illur grunur
Courtney Baker var búin að læra að lifa við ótta. Hún var orðin dofin gagnvart honum eins
og villt dýr sem stirðnar upp í ljósgeislanum frá veiðimanninum. Hún hafði sagt sjálfri sér
svo lengi að hún gæti ekkert gert. Að hún væri of hjálparvana til að sigra í orrustum við Trey
Allerton. Að hún yrði bara að þola þetta.
En það kom í ljós að meira að segja afkróað dýr getur barist. Kvöldið áður höfðu þau Trey
rifist og hann sló hana utanundir. Höggið hafði losað um eitthvað innra með henni og þegar hún
lá við hliðina á honum í rúminu um nóttina, eftir að hann hafði sagt henni að hún væri einskis
virði og veikgeðja og kæmist ekki af án hans, hafði hún lofað sjálfri sér því að finna leið til
að fara frá honum.
Þessi ákveðni var ennþá til staðar morguninn eftir. Það var þriðjudagur og Trey þurfti að sinna
erindum í bænum. Hann hlaut að hafa fundið það á sér að Courtney ætlaði sér eitthvað því
hann heimtaði að taka Ashlyn, dóttur hennar með sér. Courtney hafði látið eins og henni væri
alveg sama um það þó að reiðin brynni í henni.
Þetta var aðferðin sem Trey notaði til að stjórna henni: Hann notaði dóttur hennar sem vopn. –Ef
þú reynir að fara frá mér, hafði hann sagt, –þá meiði ég Ashlynn og það verður þér að kenna
að hún þjáist.
Ashlynn elskaði Trey. Auðvitað. Hún var ekki nema þriggja ára og Trey var eini pabbinn sem
hún hafði þekkt. Hún hlakkaði til að fara með honum því hann gaf henni ís og ný leikföng
og sagði henni að hún væri dásamleg.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gullnáman
Það var ekki auðvelt að skjóta Rebeccu Whitlow skelk í bringu, en í augnablikinu var hún
hrædd. Óttinn heltók á henni magann og sneri upp á hann. Á nóttunni lá hún andvaka og sá
fyrir sér allt það skelfilega sem hefði getað hent ástvin hennar. Þegar hún loksins festi
blund hreiðraði óttinn um sig í draumum hennar og minnti hana á hversu mjög hún
hafði brugðist.
Hún bægði óttanum frá sér þegar hún gekk inn á skrifstofur héraðslögreglunnar í Rayford
sýslu og litaðist um.
–Get ég aðstoðað? spurði kona með stutt, hvítt hár og purpurarauða gleraugnaumgjörð.
Hún sat við skrifborð í miðju anddyrinu og leit upp.
Rebecca gekk að borðinu. –Ég þarf að tala við einhvern varðandi mann sem er saknað.
–Hvers er saknað? spurði konan fremur hlýlega.
–Bróðursonar míns. Hann býr hjá mér.
Rebecca virti fyrir sér gráa veggina í anddyrinu, hvítu flísarnar á gólfinu og ljósmynd
irnar á veggjunum, sem voru af hinum ýmsu lögregluþjónum í einkennisklæðnaði.
–Get ég fengið að tala við einhvern? spurði hún.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Samsæri á fjöllum
Maðurinn lá á grúfu ofan í áveituskurðinum, grænleitt vatnið flaut í kringum hann og grátt hárið á höfði hans breiddi úr sér eins og rytjulegur arfamakki. Ljósbrúnn Stetson kúrekahattur hans lá í rifsberjarunnunum rétt við við brún skurðarins.
–Ég ætlaði að fara að draga hann upp úr skurðinum en sá að hann andaði ekki og ákvað því að betra væri að hafa samband við þig. Perry Webber áveitueftirlitsmaður í Rayford sýslu strauk sér um nefið með gulum tóbaksklút. –Það var áfall að sjá Sam Russell liggja hérna. Ég er búinn að þekkja hann í ein 15 ár og hann er einn traustasti maður sem
ég þekki.
Chris Delray hlustaði á Perry með öðru eyranu á meðan hann virti fyrir sér líkið í skurðinum. –Klukkan hvað fannstu hann? spurði hann.
Perry náði í símann sinn. –Um 25 mínútum áður en ég hringdi í þig, þá hlýtur það að hafa verið í kringum tíu mínútur yfir sjö. Ég varð að hlaupa til baka að bílnum mínum og keyra nokkurn spöl til þess að ná símasambandi.
Chris leit í kringum sig á þurrt og rykugt landslagið. –Hvað fékk þig til að koma hingað?
spurði hann.
–Ég þurfti að opna hliðið á skurði sjö svoEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannshvarf á fjöllum
Lauren Baker keyrði eftir aðalgötu Eagle Mountain og hugsaði með sér að Courtney Baker mágkona hennar hlyti að elska að búa þarna því rómantíski byggingastíll Viktoríu tímans, sem var allsráðandi í bænum, var algjörlega í hennar anda.
Lauren ók rólega og fylgdist með fólk inu sem gekk eftir gangstéttunum í von um að koma auga á ljóshærðan koll Courtney.
Auðvitað vissi hún að það yrði ekki svona auðvelt að finna hana en það mátti alltaf halda í vonina.
Kvenröddin úr GPStækinu í bílnum sagði henni að taka vinstri beygjuna sem var framundan og nokkrum mínútum síðar
lagði hún bílnum fyrir framan lögreglustöð ina sem þjónaði Rayford héraði. Stressuð athugaði hún útlit sitt í baksýnisspeglinum og strauk yfir ljósbrúnt hárið, svo smeygði hún sér út úr bílnum og gekk að inngangi
lögreglustöðvarinnar.
Það klingdi í bjöllu þegar hún gekk inn í anddyrið. –Halló, sagði kona. –Get ég að stoðað þig?
Lauren tók af sér sólgleraugun og virti fyrir sér hvíthærða konuna sem sat við móttöku borðið. Konan var með fjólublá gleraugu, bleiklakkaðar neglur og höfrungaeyrnalokka.
–Vantar þig eitthvað, sagði hún aftur?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Útlaginn
Dane Trask stóð aftast í hópnum og fylgdist með konunni sem var að ávarpa blaðamennina og borgarana. Fólkið stóð fyrir framan höfuðstöðvar úrvalssveitanna nálægt innganginum að Svartagljúfri í Gunnison-þjóðgarðinum. Lágvaxin, grönn kona í einkennisbúningi úrvalssveitanna hafði bundið dökka hárið í hnút í hnakkanum. Það fór henni ágætlega af því að hún var mjög fíngerð. Faith Martin, lögreglufulltrúi, minnti á ballettdansmey í dulargervi. Nokkrir lokkar sem vindurinn hafi kippt úr hnútnum milduðu yfirbragð hennar enn frekar. Hún reyndi að breiða yfir mýkt sína með því að standa bein í baki og tala með valdsmannslegri rödd. Þegar hún talaði lagði fólk við hlustir. Einnig Dane Trask. –Við erum enn að leita að Dane Trask og yrðum þakklát fyrir upplýsingar frá almenningi sem gætu orðið til þess að hann fyndist, heill á húfi, sagði hún. Nokkrir úrvalssveitarmenn og foringi þeirra, sem stóðu fyrir aftan Martin á málmpallinum sem reistur hafði verið við bygginguna, tvístigu og voru greinilega eirðarlausir. Allir höfðu þeir leitað að Dane svo vikum skipti. Hvað myndu þeir segja ef þeir vissu að hann stóð þarna á sólbökuðu bílaplaninu, tæpa fimmtíu metra frá þeim
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannshvarf
Fikniefnalögregluþjónninn Mark Hudson, sem jafnan var kallaður Hud, var ánægður í starfi. Honum fannst gott að vera í starfi sem hann hafði trú á. Hann kom í veg fyrir að fólk gerði eitthvað slæmt og verndaði saklausa borgara. Nokkrir þeirra sem hann hafði tekið höndum höfðu meira að segja snúið við blaðinu og hann taldi sig hafa átt þátt í ákvörðun þeirra. Hins vegar hafði hann lítið gaman af að kljást við menn eins og þann sem stóð andspænis honum þessa stundina. Dallas Wayne Braxton var stór, herskár maður. Brotinn handleggur, tvö brotin rifbein, brotið nef og tvö glóðaraugu drógu aðeins lítið eitt úr baráttufýsn hans. Með bólgnum augum starði hann eins og reitt dýr, en röddin minnti á vælugjarnt barn. –Hann birtist bara allt í einu og réðst á mig, sagði hann við Hud og félaga hans í úrvalssveitinni, Jason Beck. –Þetta er stórhættulegur brjálæðingur. Þið verðið að stöðva hann.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannvonska
Manns saknað:
Talinn hættulegur 25 þúsund dala verðlaun Stóra tilkynningin sem hékk á korktöflunni á pósthúsinu vakti athygli næstum hvers einasta viðskiptavinar, en það var ljósmyndin fyrir neðan orðin sem olli því að Eve Shea fékk hnút í magann. Myndin af dökkhærða, skarpleita útivistarmanninum með hvössu, bláu augun hafði sennilega verið tekin af fyrirtækjakorti en minnti meira á fangamynd þegar samhengið var haft í huga.
Eftirlýstur: Dane Trask 43 ára, 188 cm, 82 kg Blá augu, dökkt hár Vopnaður og hættulegur Hringdu í númerið hér að neðan ef þú veist um dvalarstað þessa manns. Dane, hvar ertu og hvað hefurðu gert? hugsaði Eve með sér meðan hún starði á myndina af fyrrverandi ástmanni sínum, sem hana hafði eitt sinn dreymt um að giftast. Eve fann til með honum enda þótt þau hefðu slitið sambandinu fyrir hálfu ári. Hann hafði ekki verið maðurinn sem hún þarfnaðist en hún trúði því að hann væri góðmenni. Nú sögðu fjölmiðlarnir að hann hefði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg rannsókn
Sólin blikaði á vélarhlíf svarta pallbílsins sem nálgaðist gilbrúnina. Klettaveggirnir voru rauðir í morgunsólinni en maðurinn sem sat undir stýri bar ekkert skynbragð á fegurð náttúrunnar. Hann hélt svo fast um stýrishjólið að hnúarnir hvítnuðu, beit á jaxlinn og einbeitti sér að því að standa á bensíngjöfinni þótt eðlisávísunin segði honum að stíga á bremsuna.
Framdekkin voru komin fram á brúnina og svo var þetta eins og hann hafði alltaf haldið að væri bara í bíómyndum að allt gerðist hægt, afturdekkin héldu í brúnina eitt andartak áður en bíllinn sveif fram af, fór kollhnís í loftinu og lenti af miklu afli á gilbotninum og glerbrot og járn tvístraðist í allar áttir.
Hvellurinn bergmálaði um allt gilið en það var enginn sem heyrði það. Enginn sem sá bílinn hendast fram af klettunum og hverfa ofan í hyldýpið
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stórhríð
En allan tímann beið hann og lét svo til skarar skríða þegar tækifæri gafst. Greindin var ekki síður vopn hans en vöðvarnir. Konan sem lá fyrir framan hann núna var mjög gott dæmi um það. Hún hafði ekki hikað við að stansa þegar hann stöðvaði hana á þjóðveginum. Hann var bara ökumaður sem þurfti á hjálp að halda. Hann var myndarlegur og
gæddur miklum persónutöfrum. Hvaða kona myndi ekki vilja aðstoða hann?
Þegar hún loksins skildi hvað hann ætlaðist fyrir var það um seinan. Hún hafði vanmetið hann eins og löggæslumennirnir sem leituðu hans. Þeir töldu ólíklegt að hann gæti unnið traust fórnarlambanna og báru lotningu fyrir drápshraða hans og hæfileikum til að forðast að skilja eftir sig vísbendingar og ummerki.
Hann lyfti líki konunnar upp og kom því fyrir eins og sýningargrip í sætinu. Ekki hafði blætt mikið og í bílnum var ekki vottur af blóði. Fingraför fyndu lögreglustjórinn og menn hans ekki. Þeir myndu leita og skoða og rannsaka, taka ljósmyndir og spyrja mann og annan, en ekki finna nokkurn skapaðan hlut.
Hann lokaði bíldyrunum og þrammaði burt.
Það var farið að snjóa meira og mjöllin huldi nú blóðflekkina í vegkantinum, fótspor hans og öll merki um átök.
Morðinginn skaust á bak við ruðning og í hvarf frá tómum veginum. Skafrenningurinn olli því að snjór festist við lambhúshettuna. En morðinginn fann varla fyrir kuldanum, svo niðursokkinn var hann í að fara yfir nýjastaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ófærð
–Donna! kallaði Jamie aftur, ákveðin.
Donna leit upp. –Ég er að koma! hrópaði hún og tók á rás.
–Ekki hlaupa. Þú dettur bara og meiðir þig, sagði Jamie og gekk til móts við systur sína, en hafði ekki farið langt þegar Donna hrasaði og datt kylliflöt.
Jamie hljóp óðara til hennar, en fór svo sem ekki hratt yfir í snjónum. –Meiddirðu þig?
Donna leit upp og tárin streymdu niður búlduleitt andlitið. –Ég er blaut, snökti hún.
–Komdu, ég skal hjálpa þér á fætur, sagði
Jamie og tók um handlegginn á Donnu. –Bíllinn er ekki langt í burtu.
Þó að Downs-heilkennið hefði heft þroska Donnu var hún næstum því jafn há og Jamie og um tíu kílóum þyngri. Það var því ekkert áhlaupaverk fyrir Jamie að hífa hana á fætur, enda voru þær báðar kappklæddar og í kuldaskóm. Hundarnir sýndu því sem um var að vera mikla athygli og flýttu ekki beinlínis fyrir.
Þegar Donna var loksins staðin upp voru báðar systurnar holdvotar og þreyttar.
Þegar Jamie var sannfærð um að Donna gæti bjargað sér ein og óstudd tók hún í tauminn á Sjeyenne og hinum hundunum tveimur. En í sama bili heyrðist einhver hávaði í lággróðrinum vinstra megin við þær.
Targa gelti, reif sig lausa og æddi af staðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.