Cindi Myers

Gullnáman
Gullnáman

Gullnáman

Published Ágúst 2023
Vörunúmer 114
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það var ekki auðvelt að skjóta Rebeccu Whitlow skelk í bringu, en í augnablikinu var hún
hrædd. Óttinn heltók á henni magann og sneri upp á hann. Á nóttunni lá hún andvaka og sá
fyrir sér allt það skelfilega sem hefði getað hent ástvin hennar. Þegar hún loksins festi
blund hreiðraði óttinn um sig í draumum hennar og minnti hana á hversu mjög hún
hafði brugðist.
Hún bægði óttanum frá sér þegar hún gekk inn á skrifstofur héraðslögreglunnar í Rayford
sýslu og litaðist um.
–Get ég aðstoðað? spurði kona með stutt, hvítt hár og purpurarauða gleraugnaumgjörð.
Hún sat við skrifborð í miðju anddyrinu og leit upp.
Rebecca gekk að borðinu. –Ég þarf að tala við einhvern varðandi mann sem er saknað.
–Hvers er saknað? spurði konan fremur hlýlega.
–Bróðursonar míns. Hann býr hjá mér.
Rebecca virti fyrir sér gráa veggina í anddyrinu, hvítu flísarnar á gólfinu og ljósmynd
irnar á veggjunum, sem voru af hinum ýmsu lögregluþjónum í einkennisklæðnaði.
–Get ég fengið að tala við einhvern? spurði hún.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is