Flýtilyklar
Cindi Myers
Ófærð
Lýsing
–Donna! kallaði Jamie aftur, ákveðin.
Donna leit upp. –Ég er að koma! hrópaði hún og tók á rás.
–Ekki hlaupa. Þú dettur bara og meiðir þig, sagði Jamie og gekk til móts við systur sína, en hafði ekki farið langt þegar Donna hrasaði og datt kylliflöt.
Jamie hljóp óðara til hennar, en fór svo sem ekki hratt yfir í snjónum. –Meiddirðu þig?
Donna leit upp og tárin streymdu niður búlduleitt andlitið. –Ég er blaut, snökti hún.
–Komdu, ég skal hjálpa þér á fætur, sagði
Jamie og tók um handlegginn á Donnu. –Bíllinn er ekki langt í burtu.
Þó að Downs-heilkennið hefði heft þroska Donnu var hún næstum því jafn há og Jamie og um tíu kílóum þyngri. Það var því ekkert áhlaupaverk fyrir Jamie að hífa hana á fætur, enda voru þær báðar kappklæddar og í kuldaskóm. Hundarnir sýndu því sem um var að vera mikla athygli og flýttu ekki beinlínis fyrir.
Þegar Donna var loksins staðin upp voru báðar systurnar holdvotar og þreyttar.
Þegar Jamie var sannfærð um að Donna gæti bjargað sér ein og óstudd tók hún í tauminn á Sjeyenne og hinum hundunum tveimur. En í sama bili heyrðist einhver hávaði í lággróðrinum vinstra megin við þær.
Targa gelti, reif sig lausa og æddi af stað
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók