Flýtilyklar
Brauðmolar
Clementine systurnar
-
Vetrarkoss
Allt byrjaði þetta með kossi.
Þannig mundi Chloe Clementine atburðarásina að minnsta kosti. Það var vetrarkoss, en sá er ekkert líkur sumarkossi. Í ísköldu loftinu snertast heitar varir og kalla fram fiðring er þær mætast í fyrsta sinn.
Chloe taldi að þennan koss myndi hún muna allt þar til hún dæi úr elli. Um þennan koss og kúrekann sem hún kyssti var hana að dreyma þegar síminn hringdi. Koma hennar til Whitehorse eftir margra ára fjarveru hafði vakið þessar minningar upp af værum blundi.
Hún stundi. Hana langaði til að sofa lengur og halda áfram að rifja þessa yndislegu minningu upp.
Síminn hringdi aftur. Ef þetta var einhver af systrum hennar að hringja fyrir allar aldir skyldi sú fá orð í eyra.
–Hvað? hreytti hún út úr sér í símann án þess að kanna hver væri að hringja. Hún var viss um að það væri Annabelle, yngsta systir hennar, sem var árrisul mjög.
–Halló?
Þetta var kunnugleg karlmannsrödd. Eitt augnablik hélt hún að hún hefði töfrað kúrekann fram með því að hugsa um kossinn.
–Þetta er Justin.
Justin?
Hún settist upp í rúminu. Ótal hugsanirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Harðskeytti verndarinn
TJ St. Clair þoldi ekki símafundi, aðallega ekki þennan símafund.
–Ég veit að það er erfitt að bókin þín skuli koma út fyrir jól, sagði Rachel, markaðssamræmingaraðilinn, og rödd hennar hljómaði hol í hátalaranum í síma TJ í litlu íbúðinni hennar í New York.
–Ég þarf samt ekki að segja þér hversu mikilvægt það er að kynna hana eins og hægt er þessa vikuna svo þú fáir söluna þar sem þú vilt fá hana, bætti Sherry frá útgáfu og kynningardeildinni við.
TJ hélt ró sinni og svaraði ekki strax. –Ég ætla heim til að vera með systrum mínum yfir jólin, ég hef ekki séð þær í marga mánuði. Hún ætlaði að segja að hún vissi hvað það var mikilvægt að koma bókinni á framfæri en satt að segja var hún oft í vafa um hvort stór hluti við burðanna hafði eitthvað að segja, svo að ekki sé minnst á samfélagsmiðlana. Ef lesendur eyddu jafnmiklum tíma á samfélagsmiðlum og TJ hafði þurft að gera efaðist hún um að þeir hefðu tíma til að lesa bækur.
–Er þetta út af hótunarbréfunum sem þú hefur fengið? spurði Clara, umboðsmaðurinn hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamalt leyndarmál
Hún ók rándýra silfurlitaða sportbílnum niður
fjallið í áttina að djúpa gljúfrinu sem hýsti
Missouriána og þakkaði fyrir það að snjórinn var
í fjöllunum en ekki á veginum. Hún vissi ekki
hvað hún hefði gert ef það hefði verið ísing á veginum því hún hafði ekki séð snjódekk síðan hún
fór frá Montana.
Hún var að verða komin niður að ánni þegar hún sá pallbíl með hestakerru sem stóð rétt utan við veginn. Púlsinn tók kipp við tilhugsunina um að sjá aðra mannveru... og fá kannski svolítið bensín. Ef hún kæmist bara til Whitehorse...
En þegar hún kom nær sást enginn nálægt bílnum eða kerrunni. Hvað ef bíllinn hafði verið skilinn eftir og ökumaðurinn væri ekki nálægur.
Kannski væri bensínbrúsi aftur í bílnum eða... ertu orðin svo langt leidd að þú myndir stela bensíni?
Sem betur fór þurfti hún ekki að svara þessari spurningu því hún sá kúreka sem stóð hinu megin við bílinn. Léttirinn hvarf strax þegar hún áttaði sig á því að þau voru einu manneskjurnar í allri þessari víðáttu.
Engan kjánaskap. Hverjar eru líkurnar á að kúrekinn sé raðmorðingi, nauðgari, mannræningi, axarmorðingi... Vélin hökti eins og hún væri að taka síðustu andvörpin þegar hún hægði á sér en hún hafði ekki um annað að velja. Hún hafði ekki
séð bíl síðasta klukkutímann og ekkert fólk, baraEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.