Flýtilyklar
Danica Winters
Afdrifaríkur leiðangur
Lýsing
Ástin var tungumál sem flestir töluðu en fáir þó reiprennandi og Elle var svo sannarlega þeirra á meðal. Skilgreining hugtaksins sem slíks var ekki flókin... sameining tveggja sála sem var svo fullkomin að enginn og ekkert komst upp á milli þeirra. Þetta var allavega lýsingin samkvæmt ævintýrunum sem hún hafði verið mötuð á sem barn. Líklega voru þessar vægt sagt óraunhæfu væntingar ævintýranna orsök endurtekinna mistaka hennar á sambandssviðinu. Samkvæmt ævintýrunum grundvallaðist sönn ást fyrst og fremst á flottum ballkjólum, kampavíni og ástarorðum sem hvíslað var í eyra en hennar reynslu af ástinni mátti hinsvegar lýsa sem stefnumótum sem ekkert varð úr, símhringingum dauðadrukkinna kærasta um miðjar nætur og sviknum loforðum. Í huga Elle var ástin því einungis byggð á lygum og svikum... og þriggja ára stúlkubarnið sem stóð þarna fyrir framan hana var enn ein staðfesting þess að saklausir liðu þegar ást og lygar fóru saman. –Fröken Elle? sagði litla stúlkan biðjandi röddu þó svo að hún hefði ekki beðið um neitt eða spurt beinnar spurningar. –Hvað, Lily mín? sagði Elle og brosti blíðlega til litlu, ljóshærðu stúlkunnar sem var öll klístruð og óhrein á höndunum eftir sykurflosið sem hún hafði verið að enda við að gæða sér á. Hún seildist í handtöskuna sína og náði í pakka með votþurrkum. –Nei, andmælti Lily og setti stút á varirnar um leið og hún sneri sér undan.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók