Flýtilyklar
Danica Winters
Árásin
Lýsing
Veröld Shaye Griest hafði alltaf verið full af demöntum og perlum og hún hafði aldrei þurft að hugsa um eitthvað sem hún átti ekki... starfsfólkið sá um allt fyrir hana og hana hafði aldrei skort hluti. Pabbi hennar var forsætisráðherra Alsír og landið var auðugt af olíu og gasi. Þegar hún var 5 ára hafði hún fengið gullsleginn Rolls Royce að gjöf frá forseta Nígeríu sem sagði kæruleysislega, –handa þér þegar þú getur farið að keyra bíl.
15 árum síðar stóð bíllinn í bílskúr í felustað föður hennar í Alsír... og hún myndi aldrei sjá hann aftur og pabba sinn ekki heldur.
Í sannleika sagt hafði hún aldrei verið hrifin af bílnum eða manninum sem gaf henni hann eða af pabba sínum sem geymdi bílinn hjá sér. Gott að vera laus við þá alla.
Hún dró kragann á kápunni betur saman um hálsinn meðan hún gekk að Combine matsölunni í Mystery, Montana. Það var farið að hvessa og desemberkuldinn varð ennþá naprari við það.
Úti var 12 stiga frost en henni leið eins og hún væri komin á dimma hlutann á tunglinu. Hún gæti alveg eins verið þar því pabbi hennar myndi frekar leita að henni þar en hérna í Montana.
Eða það vonaði hún að minnsta kosti. Mannfjandinn fann alltaf einhverja leið til að finna hana.
Skiltið utan við matsöluna skrölti í keðjunum sem það hékk í og hljómaði eins og vofa liðinna jóla. Hljóðið bergmálaði í
snævi þöktu umhverfinu og minnti hana á sáran einmanaleika sinn.
Hún vissi hvernig kuldi var því hún hafði ferðast mikið en hafði ekki reiknað með einmanaleikatilfinningunni sem fylgdi
svona ískulda.
Hún hefði átt að flýja á heitari stað. Tahítí var fínn staður á
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók