Danica Winters

Barnsránið
Barnsránið

Barnsránið

Published Ágúst 2022
Vörunúmer 400
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Mike hataði fátt meira en brúðkaup. Engu máli skipti hverjir voru að gifta sig, hvar eða hvenær ársins athöfnin var haldin eða hve mikið eða lítið væmin heit brúðhjónanna voru. Í hans huga voru brúðkaup einfaldlega óþægilega væmin og þjáningarfull athöfn. Reynsla hans í gegnum árin hafði nefnilega sýnt honum og sannað að það voru tvennskonar atburðir sem kölluðu samtímis fram það versta og það besta í fólki... brúðkaup og jarðarfarir. Mike leit í átt að veislusalnum sem var í litlum skíðakofa fyrir ofan aflíðandi brekku sem þjónaði sem æfingabrekka fyrir byrjendur á skíðum yfir vetrarmánuðina. Úr þessari fjarlægð sá hann auðvitað lítið annað en rétt móta fyrir stórum súkkulaðibrunni og hárri, hvítri rjómatertu í gegnum stóra gluggann á framhlið skíðakofans. Allt virtist með kyrrum kjörum í veislusalnum... sem þýddi líkast til að Savannah frænka hans var ekki komin á kaf í flöskuna. Presturinn malaði um tilgang lífsins en Mike var í raun ekki að hlusta þar sem hann virti fyrir sér gestina í sætaröðunum fyrir framan sig. Carlene frænka hafði tekið hárið saman í hefbundinn hnút ofarlega í hnakkanum en gráu hárin voru greinilega meira áberandi en við síðustu athöfn. Carlene var uppáhaldsfrænka hans og þau Bingo frændi sátu þar sem foreldrar brúðgumans sátu alla jafnan, í fremstu sætaröð í þeirri hlið kirkjunnar þar sem ættingjar brúðgumans sátu. Tilhugsunin um þetta fékk hann til að sakna móður sinnar og föður. Faðir þeirra hafði margsinnis talað um hve hann

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is