Danica Winters

Bjarnaslóð
Bjarnaslóð

Bjarnaslóð

Published Desember 2023
Vörunúmer 416
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það var miklu auðveldara að skilja birni en fólk. Birnir hugsuðu bara um næstu máltíð og kærðu sig ekki um
að vera blekktir. Kannski þótti Amber Daniels svo vænt um þá vegna þess. Ef einhver spyrði hana myndi hún
viðurkenna að hún ætti margt sameiginlegt með björnum.
Reyndar myndi innri rödd hennar vara hana við slíkum játningum, sem orðið gætu vatn á myllu andstæðinga
hennar.
Það besta við birni? Þeir þurftu ekki að sætta sig við neitt kjaftæði frá neinum. Þeir voru efst í fæðukeðjunni
og þurftu ekki að gera nokkurn skapaðan hlut til að sanna það. Þeir voru án efa þeir sem stjórnuðu í sínum heimi.
Það var kraftur bjarnarins og náttúruleg grimmd sem hélt vöku fyrir fólki á nóttunni. Þegar það stóð andspænis þeirri staðreynd að allir menn voru viðkvæmir í samanburði við meistara skógarins, hvort sem þeir töldu sig vera lömb eða úlfa, breyttist þessi veikleiki í ótta.
Og ótti breyttist síðan í þörf fyrir að stjórna.
Það var þessi þörf og löngun fólks til að stjórna öllu sem olli því að Amber var á vettvangi þennan dag. Hún
var veiðieftirlitsmaður í Montana-ríki og því var það hluti af starfi hennar að ná björnum í gildru og flytja
þá burt, en henni þótti það ævinlega óþægilegt. Henni þótti vænt um birni og þegar hún veiddi þá leið henni
eins og hún væri að hneppa sjálfa sig í fjötra.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is