Danica Winters

Leyndarmál dómarans
Leyndarmál dómarans

Leyndarmál dómarans

Published September 2022
Vörunúmer 401
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Leyndarmál gátu verið eins og eitur í beinum fólks. Stundum virkuðu þau eins og hver önnur sníkjudýr sem átu fólk að innan þar til ekkert var eftir nema innantóm skelin. Natalie DeSalvo dómari hafði margsinnis orðið vitni að þessu og vissi sem var að það myndi ekki breytast. Þessi síðasta vika hafði verið einkar erfið fyrir Natalie. Síðast í morgun hafði hún dæmt í máli sem snérist um mansal. Eitt fórnarlambið hafði borið vitni. Þegar þessi unga stúlka gekk inn í réttarsalinn skalf hún á beinunum og hélt báðum höndum þétt að sér án þess að líta upp. Greina mátti svitaperlur á enni hennar og hún var náföl. Enginn vafi var á því að hún óttaðist um líf sitt. Natalie bað hana um að líta upp og horfast í augu við sig og þegar hún gerði það skynjaði hún auðveldlega eymdina og þjáninguna sem bjó að baki ísköldu augnaráði hennar. Natalie fann til svo mikillar samkenndar með stúlkunni að hún átti erfitt með að halda aftur af tárunum. Hún fann sárlega til með þessari ungu stúlku sem sagði söguna af því hvernig hún var numin á brott og seld á strætum Las Vegas borgar. Smám saman héldu henni engin bönd og þegar saksóknararnir þrýstu á hana sagði hún allt af létta. Þá loks hætti hún að stara niður í gólfið, rödd hennar varð æ styrkari og þegar hún leit í augu mannsins sem hafði selt hana var eins og hún vaknaði loks til lífsins

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is