Danica Winters

Leyniskyttan
Leyniskyttan

Leyniskyttan

Published Júlí 2022
Vörunúmer 399
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún var hamingjan hans og hann gat ekki ímyndað sér neitt betra en að verja dögunum í þeim stöðugu átökum sem fylgdu stríðshrjáðum löndum og verktöku fyrir herinn og nóttunum í friðsælum faðmi hennar. Hann skorti ekkert. Þegar hann andaði að sér fann hann enn ilminn af henni í gegnum lyktina af sandi, svita og olíu. Náttúrulegi ilmurinn af henni var dásamlegur og þegar hún skvetti á sig ilmvatni jók það bara á þörf hans fyrir að hafa hana í faðmi sér. Svona, Troy, snúðu aftur til veruleikans, sagði hann við sjálfan sig. Hann er ástæðan fyrir því að það er slæm hugmynd að vera með henni. Ástin var óæskileg. Hún þýddi veiklyndi. Ást myndi stofna hlutlægni þeirra í hættu. Ástin leiddi einungis til mistaka. Og mistök voru ekki í boði. Í þeirra starfi voru mistök það sama og dauði. Hárlokkur hafði sigið undan hjálminum og hótaði að falla niður fyrir augað á henni á meðan hún ók. Honum þótti freistandi að stinga lokkinum undir hjálminn en það var það síðasta sem hann mátti gera. Hann leit í aftursætið þar sem byssumennirnir sátu, horfðu út um gluggann og svipuðust um eftir hugsanlegum ógnum. Ef þá grunaði að eitthvað væri á milli Troys og Tiff fengi hann spark í rassinn og annað hvort þeirra eða bæði send með næstu vél til Bandaríkjanna. Þá yrðu hveitibrauðsdagarnir sannarlega á enda og hann yrði að snúa sér aftur að einhverri ömurlegri iðju þar sem hann ætti fullt í fangi með að láta enda ná saman. Ekki í boði

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is