Flýtilyklar
Danica Winters
Námuréttindin
Lýsing
Allt var mælt í tíma í Montana, ekki í eknum kílómetrum eða gæðum eða fórn. Það tók til dæmis ekki nema tvær klukkustundir að aka frá Missoula til Butte. Og kærastinn hennar?
Tæpir þrír mánuðir. Hún hafði verið 16 ára, of ung til að sambandið gæti kallast alvarlegt en nógu gömul til að verða ófrísk.
Þá hafði sambandinu lokið á innan við 10 sekúndum og hún var skilin eftir með fallega dóttur og fölnaða drauma.
Það voru 13 ár síðan. 13 ár af hræðslu, auðmýkt og gleði.
Nætur sem var eytt í að róa dótturina þegar hún fékk í eyrun og dagar sem var eytt í baráttu til að komast þangað sem hún var...
lögreglufulltrúi í smábæ í fastri vinnu og með stöðugar tekjur.
Hún var sú eina sem var nógu sterk til að sjá fyrir mömmu sinni og dóttur. Þær þurftu á henni að halda.
Draumar voru fyrir þá sem höfðu efni á þeim og það hefði Blake West aldrei.
Gamla talstöðin í bílnum vaknaði til lífsins með braki þegar rödd konunnar hjá neyðarlínunni fyllti bílinn. –Blake, mamma
þín hringdi, sagði að það væri vesen heima hjá þér.
Hún svaraði, –ekki hika við að minna mömmu á að neyðarlínunúmerið er bara fyrir neyðartilvik.
–Þú skalt segja mömmu þinni það, sagði konan og hló.
Blake hristi höfuðið við tilhugsunina um að segja mömmu sinni, írskri konu sem var gamaldags í sér, að hún mætti ekki gera eitthvað. Það gengi betur að sannfæra páfann um að gangaaf kaþólskri trú.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók