Danica Winters

Útsendarinn
Útsendarinn

Útsendarinn

Published Október 2020
Vörunúmer 378
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún opnaði byssutöskuna og í ljós kom M24 riffill fyrir leyniskyttur, afskaplega fallegur riffill. Trish þurfti ekki að skjóta
einu einasta skoti úr honum til að vita hvernig tilfinning það var að toga í gikkinn, finna púðurlyktina og horfa á óvinina
falla á hnén.
Það var besta tilfinning í heimi sem fylgdi réttlætanlegri aftöku og það yrði auðvelt að losa umheiminn við mennina sem
stóðu í kringum hana, menn sem útdeildu dauða til annarra.
Hún strauk eftir byssunni og fann ójöfnu á henni þó að hún væri ný. Þessi byssa var ætluð fyrir annars konar aftöku, árás úr fjarlægð en ekki skot í höfuðið í návígi.
Sumir voru fljótir að dæma hana og fjölskyldu hennar fyrir starfið sem þau sinntu en henni var alveg sama. Henni var
sama þó að hún verndaði fólk sem kunni ekki að meta þessa vernd þó að sama fólk kynni að meta aðra verndara. Hún var veiðimaður sem barðist fyrir sitt svæði og lífi eins og hún þekkti það.
Það dimmdi meðan hún beið eftir Bozkurtlar, sem sumir kölluðu Gráu úlfana. Það var vægt til orða tekið að kalla þá
tyrknesk glæpasamtök því þetta var miklu meira en það. Samtökin voru ástæðan fyrir því að hún og fjölskylda hennar voru hérna í Adana, ástæðan fyrir því að hún svaf ekki á næturnar út af öllum ómerktu gröfunum sem voru á víð og dreif um hæðirnar. Nafnið passaði vel við samtökin því það skipti engu máli

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is