Flýtilyklar
Brauðmolar
EAGLE MOUNTAIN
-
Illur grunur
Courtney Baker var búin að læra að lifa við ótta. Hún var orðin dofin gagnvart honum eins
og villt dýr sem stirðnar upp í ljósgeislanum frá veiðimanninum. Hún hafði sagt sjálfri sér
svo lengi að hún gæti ekkert gert. Að hún væri of hjálparvana til að sigra í orrustum við Trey
Allerton. Að hún yrði bara að þola þetta.
En það kom í ljós að meira að segja afkróað dýr getur barist. Kvöldið áður höfðu þau Trey
rifist og hann sló hana utanundir. Höggið hafði losað um eitthvað innra með henni og þegar hún
lá við hliðina á honum í rúminu um nóttina, eftir að hann hafði sagt henni að hún væri einskis
virði og veikgeðja og kæmist ekki af án hans, hafði hún lofað sjálfri sér því að finna leið til
að fara frá honum.
Þessi ákveðni var ennþá til staðar morguninn eftir. Það var þriðjudagur og Trey þurfti að sinna
erindum í bænum. Hann hlaut að hafa fundið það á sér að Courtney ætlaði sér eitthvað því
hann heimtaði að taka Ashlyn, dóttur hennar með sér. Courtney hafði látið eins og henni væri
alveg sama um það þó að reiðin brynni í henni.
Þetta var aðferðin sem Trey notaði til að stjórna henni: Hann notaði dóttur hennar sem vopn. –Ef
þú reynir að fara frá mér, hafði hann sagt, –þá meiði ég Ashlynn og það verður þér að kenna
að hún þjáist.
Ashlynn elskaði Trey. Auðvitað. Hún var ekki nema þriggja ára og Trey var eini pabbinn sem
hún hafði þekkt. Hún hlakkaði til að fara með honum því hann gaf henni ís og ný leikföng
og sagði henni að hún væri dásamleg.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gullnáman
Það var ekki auðvelt að skjóta Rebeccu Whitlow skelk í bringu, en í augnablikinu var hún
hrædd. Óttinn heltók á henni magann og sneri upp á hann. Á nóttunni lá hún andvaka og sá
fyrir sér allt það skelfilega sem hefði getað hent ástvin hennar. Þegar hún loksins festi
blund hreiðraði óttinn um sig í draumum hennar og minnti hana á hversu mjög hún
hafði brugðist.
Hún bægði óttanum frá sér þegar hún gekk inn á skrifstofur héraðslögreglunnar í Rayford
sýslu og litaðist um.
–Get ég aðstoðað? spurði kona með stutt, hvítt hár og purpurarauða gleraugnaumgjörð.
Hún sat við skrifborð í miðju anddyrinu og leit upp.
Rebecca gekk að borðinu. –Ég þarf að tala við einhvern varðandi mann sem er saknað.
–Hvers er saknað? spurði konan fremur hlýlega.
–Bróðursonar míns. Hann býr hjá mér.
Rebecca virti fyrir sér gráa veggina í anddyrinu, hvítu flísarnar á gólfinu og ljósmynd
irnar á veggjunum, sem voru af hinum ýmsu lögregluþjónum í einkennisklæðnaði.
–Get ég fengið að tala við einhvern? spurði hún.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Samsæri á fjöllum
Maðurinn lá á grúfu ofan í áveituskurðinum, grænleitt vatnið flaut í kringum hann og grátt hárið á höfði hans breiddi úr sér eins og rytjulegur arfamakki. Ljósbrúnn Stetson kúrekahattur hans lá í rifsberjarunnunum rétt við við brún skurðarins.
–Ég ætlaði að fara að draga hann upp úr skurðinum en sá að hann andaði ekki og ákvað því að betra væri að hafa samband við þig. Perry Webber áveitueftirlitsmaður í Rayford sýslu strauk sér um nefið með gulum tóbaksklút. –Það var áfall að sjá Sam Russell liggja hérna. Ég er búinn að þekkja hann í ein 15 ár og hann er einn traustasti maður sem
ég þekki.
Chris Delray hlustaði á Perry með öðru eyranu á meðan hann virti fyrir sér líkið í skurðinum. –Klukkan hvað fannstu hann? spurði hann.
Perry náði í símann sinn. –Um 25 mínútum áður en ég hringdi í þig, þá hlýtur það að hafa verið í kringum tíu mínútur yfir sjö. Ég varð að hlaupa til baka að bílnum mínum og keyra nokkurn spöl til þess að ná símasambandi.
Chris leit í kringum sig á þurrt og rykugt landslagið. –Hvað fékk þig til að koma hingað?
spurði hann.
–Ég þurfti að opna hliðið á skurði sjö svoEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mannshvarf á fjöllum
Lauren Baker keyrði eftir aðalgötu Eagle Mountain og hugsaði með sér að Courtney Baker mágkona hennar hlyti að elska að búa þarna því rómantíski byggingastíll Viktoríu tímans, sem var allsráðandi í bænum, var algjörlega í hennar anda.
Lauren ók rólega og fylgdist með fólk inu sem gekk eftir gangstéttunum í von um að koma auga á ljóshærðan koll Courtney.
Auðvitað vissi hún að það yrði ekki svona auðvelt að finna hana en það mátti alltaf halda í vonina.
Kvenröddin úr GPStækinu í bílnum sagði henni að taka vinstri beygjuna sem var framundan og nokkrum mínútum síðar
lagði hún bílnum fyrir framan lögreglustöð ina sem þjónaði Rayford héraði. Stressuð athugaði hún útlit sitt í baksýnisspeglinum og strauk yfir ljósbrúnt hárið, svo smeygði hún sér út úr bílnum og gekk að inngangi
lögreglustöðvarinnar.
Það klingdi í bjöllu þegar hún gekk inn í anddyrið. –Halló, sagði kona. –Get ég að stoðað þig?
Lauren tók af sér sólgleraugun og virti fyrir sér hvíthærða konuna sem sat við móttöku borðið. Konan var með fjólublá gleraugu, bleiklakkaðar neglur og höfrungaeyrnalokka.
–Vantar þig eitthvað, sagði hún aftur?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.