Flýtilyklar
ECCO LAKE
-
Undir smásjá
Ellý Brannon annaðist útvarpsþátt sem tók við símtölum frá hlustendum í beinni útsendingu. Síðustu þrjú kvöld hafði hún fengið óljós og óskýr símtöl frá nafnlausum hlustanda. Sambandið var mjög lélegt svo hún heyrði varla rödd hans, hvað þá það sem hann hafði að segja. En það var eitthvað ógnvekjandi við tímasetningu þessara símtala og undirtóninn sem skynja mátti með öllum hljóðtruflununum. Ellý sat í öruggu skjóli hljóðstofunnar sem var fullkomlega hljóðeinangruð. Yfirleitt naut hún þess að hlusta á óvenjulegar og skringilegar frásagnir hlustenda sinna. Umræðuefnin voru alls konar. Allt frá yfirnáttúrulegum viðburðum til alls kyns samsæra í stjórnmálum. En ólíkt flestu öðru útvarpsfólki sem stjórnaði spjallþáttum þá neitað Ellý að notast við útsendingarstjóra jafnvel þótt að þættinum hennar, Miðnætti við Echo Lake, væri nú útvarpað á sextíu útvarpsstöðvum vítt og breitt um landið. Ellý hagræddi hljóðnemanum, leit á klukkuna á veggnum og þrýsti svo á hnapp og heilsaði næsta hlustanda. Enn á ný mátti heyra truflanir. –Gott kvöld, þú ert í beinni hjá Ellý Brannon. Skyndilega hurfu truflanirnar og þá mátti greinilega heyra kvenmannsrödd hvísla. –Hann er að koma… Ellý reyndi að láta þetta ekki raska ró sinni. –Það eru svo miklar truflanir á línunni. Getur þú fært þig fjær útvarpstækinu? Röddin dó smám saman út og aftur heyrðist ekkert nema truflanir. Ellý reyndi að stilla tækin og útiloka truflanirnar. –Ertu þarna ennþá? Ekkert. Aðeins dauðaþögn. Hendur Ellýjar nötruðu og hún vissi ekki almennilega hvers
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Græðgi
Nikki Dresden var fegin að hafa ekki bara tekið með sér töskuna sína, heldur einnig vöðlurnar. Líkið flaut á maganum skammt frá bakkanum. Hún reyndi að hugsa sem minnst um krókódílana og snákana sem leyndust inni á milli dúnhamranna sem uxu upp úr grunnu vatninu.
Rotnunarþefur barst að vitum hennar er hún óð út í vatnið og hún þakkaði sínum sæla fyrir að vera með tösku í bílnum sem innihélt föt til skiptanna og strigaskó. Hún var ekki feimin við að afklæðast. Samfestingurinn, sem hún var í þessa stundina, yrði settur í sorpsekk og síðan í loftþéttar umbúðir áður en hann yrði annaðhvort fluttur í þvottahúsið á rannsóknarstofunni eða settur í öflugu þvottavélina hennar á pallinum. Nikki hafði snemma lært í starfi sínu sem réttarmeinafræðingur og líkskoðari Nancesýslu að ef þefur dauðans komst inn í ökutæki var hann þar dögum og jafnvel vikum saman. Nú gerði hún varúðarráðstafanir varðandi alla þætti vinnu sinnar.
Þess vegna hafði hún einmitt varið nokkrum mínútum í að skrifa hjá sér athugasemdir og teikna umhverfið þegar hún kom á staðinn, áður en hún klæddi sig í vinnufötin. Blæbrigði skiptu máli og ekki á minnið treystandi. Jafnvel ljósmyndir gátu gefið villandi hugmynd.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sporlaust
Það var tunglmyrkvi yfir furuskógunum í austanverðu Texasríki kvöldið sem hvarfið átti sér stað. Gamla fólkið kallaði hann fyrirboða. Tom Brannon hafði litið á hann sem einskæra óheppni.
Hann hafði gleymt vasaljósinu sínu þegar hann þaut út úr húsinu og þrammaði meðfram stöðuvatninu í daufu skini
blóðmánans, í veikri von um að þegar hann kæmi heim væru telpurnar heilar á húfi í svefnherbergi systur hans.
Fimmtán ár voru liðin frá þessu afdrifaríka kvöldi, en enn fór hrollur um Tom þegar máninn roðnaði og furuilmur barst
með golunni af vatninu.
Hann stóð fyrir utan skrifstofur lögreglustjóraembættisins og horfði til himins. Hann ætti að gleyma tunglinu og fara aftur að vinna. Mörg knýjandi verkefni biðu hans, til að mynda niðurskurður og aukin glæpatíðni, auk kvartananna sem virtust margfaldast með degi hverjum.
Lögreglustjórar í dreifbýlinu höfðu nóg að gera.
Honum varð hugsað til Ellie, systur sinnar, aleinnar á Bergmálsvatni. Marga kílómetra frá bænum. Marga kílómetra
frá næstu mannabyggð. Einu sinni hafði hann spurt hana hvort hún yrði aldrei einmana, en hún hafði hnussað og sagt að einangrunin héldi sér heilli á geði. Þar að auki væri aðeins tuttugu mínútna akstur í bæinn, þar sem hún fengi allan þann félagsskap sem hún vildi.
Hún virtist vera sátt við lífið þessa dagana, en Tom velti því fyrir sér hvort hún fengi enn martraðir. Hvort hún lægi undirEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.