Flýtilyklar
Brauðmolar
Elizabeth Bevarly
-
Blekkingarleikur
–Ekki aftur.
–Hvað er þetta búið að gerast oft?
–Í þessari viku? Að minnsta kosti tíu sinnum.
–Nei oftar.
–Og í hvert skiptið sem þetta gerist þá er eins og hann ætli að kasta upp.
Fimmtán ára Max Travers heyrði varla hvað vinir hans voru að tala um. Hann var of upptekinn af þessari fögru
sýn hinu megin við sundlaugina. Marcy Hanlon. Fallegasta, tignarlegasta og frábærasta... Hann andvarpaði. Svo
gáfuð, góð, yndisleg.. Hann andvarpaði aftur. Bara... besta manneskjan á jörðinni. Í bleiku bikiní. Hún var að bera
sólarvörn á hvítar axlirnar á meðan hún talaði við bestu vinkonur sínar úr Endicott sveitaklúbbnum þennan bjarta
septemberdag.
Frábært. Hún var algjörlega frábær. Hún ljómaði jafnvel.
Max hafði lesið þetta orð í bók um daginn. Eftir að hafa flett því upp þá fannst honum þetta fullkomið orð til þess
að lýsa Marcy. Vegna þess að hún lýsti upp tilveru hans í hvert skiptið sem hann var í kringum hana og líf hans var
litlaust þegar hann var ekki nálægt henni.
Sem var oftast. Fyrir utan að sjá hana einstaka sinnum við sundlaugina þá sá hann hana aldrei nema þá bara í
skólanum, og þau voru bara í tveim tímum saman þessa önnina, og annan hvern laugardag þegar hann fór með
yfirmanni sínum til þess að sjá um garðinn þeirra á meðan herra Bartok fór yfir runnana. En nú var hann að fara
að hætta í þessari vinnu og hann myndi ekki sjá hana áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verndargripurinn
Hinum fimmtán ára gamla Felix Suarez fannst ilmurinn af sófrító-sósu vera unaðslegur á morgnana. Og síðdegis.
Og á kvöldin. Honum var nokkuð sama. En honum þótti sósan hennar ömmu sinnar alveg svakalega góð. Og þar
sem hún á og rak vinsælasta, kúbverska veitingastaðinn í sunnanverðu Indíana-ríki og af því að sófrító-sósan var
uppistaðan í mörgum af réttunum hennar ilmaði litla íbúðin þeirra tveggja á hæðinni fyrir ofan La Mariposa af sófrító
daginn út og inn. Sannkölluð guðafæða. Paprika, laukur, hvítlaukur, kóríander…
–Heilaga kusa, hvað ilmar svona vel?
Spurningin kom frá einum af bestu vinum Felix, Max Travers, sem var að vakna. Hann hafði sofið á gólfinu í
stofunni.
–Guðafæða, sagði Felix.
–Þetta er sófrító-sósan hennar frú Suarez, sagði annar góður vinur Felix, Chance Foley, sem lá hinum megin
við Max.
–Vitið þið, ég hélt að ekkert gæti ilmað betur en eþíópíski kjúklingarétturinn hennar mömmu, en amma þín
veitir henni sko harða samkeppni, sagði Max.
–Amma mín og mamma þín ættu að heyja matreiðslueinvígi, sagði Felix. –Kúba gegn Eþíópíu. Við gætum selt
miða og grætt helling og loksins komist burt úr þessum leiðindabæ.
–Ég myndi sko kaupa miða á það, sagði Chance.– Mamma ætlar að elda kjöthleif í kvöld, bætti hann við þurrlega. –Vei.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Óskin sem rættist
–Þetta er asnalegt.
–Mér finnst maturinn frábær.
–Hver málar loftið svona?
Hinn fimmtán ára Chance Foley togaði í bindið sitt í milljónasta skiptið og horfði á vini sína þrjá við borðið á
stjörnuballinu. Bróðir hans, Logan, var að sjálfsögðu sá sem kvartaði af því að hann var nítján ára og kvartaði undan öllu og hélt hann væri betri en allir aðrir. Hann var alla vega betri en fimmtán ára strákarnir sem móðir hans fékk hann
til að hafa auga með. Felix Suarez skóflaði eftirréttinum í sig eins og það væri síðasti maturinn á jörðinni þrátt fyrir
að búa fyrir ofan veitingastað ömmu sinnar. Og hinn vinur Chance, Max Travers, var í jakkafötum sem pössuðu alveg
jafn illa á hann og gömlu jakkafötin hans Logans pössuðu illa á litla bróður hans, og starði upp í loftið heillaður.
Chance leit upp í loftið líka. Þetta var góður punktur hjá Max. Salurinn heima hjá frú Barclay var rosalegur en
loftið var flottast. Það var skærblátt með stjörnum, síðan var stór sól og máni og allar pláneturnar. Yfir miðjan himininn
skaust svo halastjarnan. Halastjarnan Bob. Hún var með formlegra nafn, nafn austur evrópsks vísindamannsins sem
uppgötvaði hana, en það voru fleiri samhljóðar en sérhljóðar og fleiri atkvæði en nokkur gat borið fram þannig að hún
var kölluð Bob.
Hún var ástæðan fyrir ballinu þetta kvöld. Frú Barclay hélt stjörnuballið í lok mánaðar og við lok götuhátíðarinnar
í Endicott þar sem þau fögnuðu halastjörnunni Bob á fimmtán ára fresti. Halastjarnan Bob flaug alltaf yfir
Endicott á fimmtán ára fresti í þriðju vikunni í september.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.